Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann vatt sér að meistaranum á Laugavegi. Nýkominn af hitafundi um hvort hækka ætti eða lækka laun ræstitæknanna. Spyr hvert væri æðsta boðorðið og fær svarið: Elska, elska Drottinn. Náungann. Elska, elska… Og hann er ánægður með svarið. Hjartanlega sammála því. Endurtekur það. Elskan stendur öllu framar. Öllum helgisiðum og venjum. Stekkur út fyrir elsku hverdagsins. Elskan. Meistaranum frá Nasaret fannst spyrjandinn ekki vera skyni skroppinn og segir glaðlega við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Þú átt ekki ýkja langt í land. En það er eitthvað sem vantar upp á. Eins og hjá mér, kannski líka þér. Hvað?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann vatt sér að meistaranum á Laugavegi. Nýkominn af hitafundi um hvort hækka ætti eða lækka laun ræstitæknanna. Spyr hvert væri æðsta boðorðið og fær svarið: Elska, elska Drottinn. Náungann. Elska, elska… Og hann er ánægður með svarið. Hjartanlega sammála því. Endurtekur það. Elskan stendur öllu framar. Öllum helgisiðum og venjum. Stekkur út fyrir elsku hverdagsins. Elskan. Meistaranum frá Nasaret fannst spyrjandinn ekki vera skyni skroppinn og segir glaðlega við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Þú átt ekki ýkja langt í land. En það er eitthvað sem vantar upp á. Eins og hjá mér, kannski líka þér. Hvað?