Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þeir koma nú til Betsaídu. Þar færa menn til Jesú blindan mann og biðja að hann snerti hann. Hann tók í hönd hins blinda, leiddi hann út úr þorpinu, skyrpti í augu hans, lagði hendur yfir hann og spurði: „Sérðu nokkuð?“
Hann leit upp og mælti: „Ég sé menn, ég greini þá líkt og tré, þeir ganga.“
Þá lagði Jesús aftur hendur yfir augu hans og nú sá hann skýrt, varð albata og gat greint allt. Jesús sendi hann síðan heim til sín og sagði: „Inn í þorpið máttu ekki fara.“

Markúsarguðspjall 8. 22-27

Hundrað orða hugleiðing

Snerting hans er dýrmætur kraftur og ryður öllu myrkri frá svo ljósið fái rými. Öll höfum við einhvern tímann vaðið villu og reyk. Ekki séð handa okkar skil. Verið týnd. Þokumóða orða og gjörða byrgir okkur stundum sýn í lærðu sjálfsöryggi og fágaðri framkomu. En biðjum þess að hann leggi hendur yfir augu okkar svo við sjáum allt skýrt. Verðum albata í huga og samfélagi. Þegar frelsarinn talar og snertir leysast kraftar úr læðingi sem fleyta kærleikanum áfram. Lífinu – hann snertir manneskjuna í orði sínu og anda – sér hana svo að hún sjái. Og hvað á hún að sjá? Guð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þeir koma nú til Betsaídu. Þar færa menn til Jesú blindan mann og biðja að hann snerti hann. Hann tók í hönd hins blinda, leiddi hann út úr þorpinu, skyrpti í augu hans, lagði hendur yfir hann og spurði: „Sérðu nokkuð?“
Hann leit upp og mælti: „Ég sé menn, ég greini þá líkt og tré, þeir ganga.“
Þá lagði Jesús aftur hendur yfir augu hans og nú sá hann skýrt, varð albata og gat greint allt. Jesús sendi hann síðan heim til sín og sagði: „Inn í þorpið máttu ekki fara.“

Markúsarguðspjall 8. 22-27

Hundrað orða hugleiðing

Snerting hans er dýrmætur kraftur og ryður öllu myrkri frá svo ljósið fái rými. Öll höfum við einhvern tímann vaðið villu og reyk. Ekki séð handa okkar skil. Verið týnd. Þokumóða orða og gjörða byrgir okkur stundum sýn í lærðu sjálfsöryggi og fágaðri framkomu. En biðjum þess að hann leggi hendur yfir augu okkar svo við sjáum allt skýrt. Verðum albata í huga og samfélagi. Þegar frelsarinn talar og snertir leysast kraftar úr læðingi sem fleyta kærleikanum áfram. Lífinu – hann snertir manneskjuna í orði sínu og anda – sér hana svo að hún sjái. Og hvað á hún að sjá? Guð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir