Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þar sem elskan er tvinnuð saman í einn þráð en þó eru þeir tveir: Guð og maður. Elska. Hún er ofar öllum skilyrðum og reglum sem mannlegt félag setur. Þess vegna var þessi fræðimaður ekki svo fjarri ríki Guðs. Auðvelt er að elska annað fólk þegar það dugar okkur vel. Sama á við um elsku til Guðs þegar allt leikur í lyndi. En hvað þegar mótlæti knýr dyra? Gullið reynist í ofninum, sagði meistari Vídalín. Og elskan til Guðs í mótganginum. Hver gengur ekki um dyr mótlætis á ævigöngunni? Meðvindurinn er þó sterkari út allt lífið – elskan sterkari en mótlætið.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þar sem elskan er tvinnuð saman í einn þráð en þó eru þeir tveir: Guð og maður. Elska. Hún er ofar öllum skilyrðum og reglum sem mannlegt félag setur. Þess vegna var þessi fræðimaður ekki svo fjarri ríki Guðs. Auðvelt er að elska annað fólk þegar það dugar okkur vel. Sama á við um elsku til Guðs þegar allt leikur í lyndi. En hvað þegar mótlæti knýr dyra? Gullið reynist í ofninum, sagði meistari Vídalín. Og elskan til Guðs í mótganginum. Hver gengur ekki um dyr mótlætis á ævigöngunni? Meðvindurinn er þó sterkari út allt lífið – elskan sterkari en mótlætið.