Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Nain sem enginn þekkir nema vegna þess að lífið reis þar upp. Lífið er gjöf ljúf, viðkvæm og dýrmæt. Gjöf sem við skiljum ekki alltaf. Hann gengur inn í borgina umvafinn fólki og gulur sandurinn þyrlast upp. Það er heitt og mannfjöldinn þrýstir sér að honum. Heyrir hjarta hans slá. Lífið svellur í brjósti hans og leitar hjartans sem þagnaði. Einkasonur ekkjunnar, ungur maður. Hún, með harmþrungið hjarta. Og hann með lífið í orði sínu og elsku rekur grátinn á brott. Hann gefur lífið: Rís þú upp! Og við með misung augu lítum upp og horfum inn í mjúka eilífð.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Nain sem enginn þekkir nema vegna þess að lífið reis þar upp. Lífið er gjöf ljúf, viðkvæm og dýrmæt. Gjöf sem við skiljum ekki alltaf. Hann gengur inn í borgina umvafinn fólki og gulur sandurinn þyrlast upp. Það er heitt og mannfjöldinn þrýstir sér að honum. Heyrir hjarta hans slá. Lífið svellur í brjósti hans og leitar hjartans sem þagnaði. Einkasonur ekkjunnar, ungur maður. Hún, með harmþrungið hjarta. Og hann með lífið í orði sínu og elsku rekur grátinn á brott. Hann gefur lífið: Rís þú upp! Og við með misung augu lítum upp og horfum inn í mjúka eilífð.