Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þessi mammón þar sem allt snýst um peninga og enginn getur verið án. Sá sem gefur sig þeim á vald gengur í björg. Er horfinn inn í bergið. Guð og mammón. Elskunni verður ekki skipt á milli né heldur hatrinu. Þar er múr á milli. Þú stendur við rætur múrsins og horfir yfir til náttúrunnar sem fagnar þér með fegurð sinni og áhyggjuleysi. En framar fegurð hennar og yndi stendur þú þótt trúin brenni ekki alltaf skært í glugganum hjá þér. Hvers vegna ekki að leita að réttlæti hans og ríki? Það veitir allt – hver dagur hefur byrði sína byrði.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þessi mammón þar sem allt snýst um peninga og enginn getur verið án. Sá sem gefur sig þeim á vald gengur í björg. Er horfinn inn í bergið. Guð og mammón. Elskunni verður ekki skipt á milli né heldur hatrinu. Þar er múr á milli. Þú stendur við rætur múrsins og horfir yfir til náttúrunnar sem fagnar þér með fegurð sinni og áhyggjuleysi. En framar fegurð hennar og yndi stendur þú þótt trúin brenni ekki alltaf skært í glugganum hjá þér. Hvers vegna ekki að leita að réttlæti hans og ríki? Það veitir allt – hver dagur hefur byrði sína byrði.