Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var þessi kona. Hún vissi að meistarinn var eina von hennar og ætlaði ekki að láta hana ganga úr greipum sér. Móðurástin einbeitt og allt gert til að bjarga sárkvalinni dóttur. Sjálf var móðirin kannski langþreytt en þegar hún lýtur meistaranum færist guðdómleg hvíld yfir hana. Meistarinn þögull í fyrstu. Ekki oft sem hann svarar kuldalega. Hún heillar hann með snilldarsvari sem er sterk trúarjátning. „Kona, mikil er trú þín!“ segir meistarinn snortinn – og dóttir konunnar nær samstundis heilsu. Oft hef ég þráð að heyra þessi orð af minna tilefni en nafnlausa konan sem er fordæmi fyrir alla trúaða.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var þessi kona. Hún vissi að meistarinn var eina von hennar og ætlaði ekki að láta hana ganga úr greipum sér. Móðurástin einbeitt og allt gert til að bjarga sárkvalinni dóttur. Sjálf var móðirin kannski langþreytt en þegar hún lýtur meistaranum færist guðdómleg hvíld yfir hana. Meistarinn þögull í fyrstu. Ekki oft sem hann svarar kuldalega. Hún heillar hann með snilldarsvari sem er sterk trúarjátning. „Kona, mikil er trú þín!“ segir meistarinn snortinn – og dóttir konunnar nær samstundis heilsu. Oft hef ég þráð að heyra þessi orð af minna tilefni en nafnlausa konan sem er fordæmi fyrir alla trúaða.