Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Fólk sagði að allt sem snerti yrði að gulli. Hann var kallaður Mídas af vinum sínum. Heiðarlegur, harður en sanngjarn. Virti allar reglur. Já, og synti á hverjum morgni. En nú vildi hann styrkja stöðu sína í lífi og starfi. Eilíft líf var keppikeflið. Hvar gat hann fengið það? Þegar meistarinn frá Nasaret verður á vegi hans gefst gráupplagt tækifæri til samninga. Meistarinn segir blíðlega við hann að það vanti eitt upp á hjá honum. „Nú? Hvað? Selja fyrirtækin? Líka þyrluna! Gefa fátækum auðinn? Nei, aldrei.“ Hann horfði á himininn í augum meistarans en gekk síðan þungstígur inn í kauphöllina.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Fólk sagði að allt sem snerti yrði að gulli. Hann var kallaður Mídas af vinum sínum. Heiðarlegur, harður en sanngjarn. Virti allar reglur. Já, og synti á hverjum morgni. En nú vildi hann styrkja stöðu sína í lífi og starfi. Eilíft líf var keppikeflið. Hvar gat hann fengið það? Þegar meistarinn frá Nasaret verður á vegi hans gefst gráupplagt tækifæri til samninga. Meistarinn segir blíðlega við hann að það vanti eitt upp á hjá honum. „Nú? Hvað? Selja fyrirtækin? Líka þyrluna! Gefa fátækum auðinn? Nei, aldrei.“ Hann horfði á himininn í augum meistarans en gekk síðan þungstígur inn í kauphöllina.