Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Lúkasarguðspjall 4.16-21

Hundrað orða hugleiðing

„Aðventan boðar von í hrjáðum heimi,“ sagði hún glaðlega. Hann hnussaði og sagðist ekki þurfa neina von. Væri ekki fátækur og þyrfti ekki neinn væminn vonarboðskap. Og ekki væri hann bandingi. Ja, hérna. Bandingi! Hvílíkt orðskrípi í nútímanum! Ekki blindur né þjáður. Hún sagði honum að þetta væri boðskapur réttlætisins og fullt tilefni til að gleðjast. Þetta væri fagnaðarerindið. „Svignandi jólahlaðborð með feitri síld og danskri lifrarkæfu, þá fagnar hjarta mitt,“ sagði hann. Hólsfjallahangikjötið og rjúpan væru hans jól. Það var gleðiboðskapur og svo kæmi jólaskapið. „Þó þjáður og blindur sért,“ sagði hún, „er enn von með þig.“ Honum brá.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Lúkasarguðspjall 4.16-21

Hundrað orða hugleiðing

„Aðventan boðar von í hrjáðum heimi,“ sagði hún glaðlega. Hann hnussaði og sagðist ekki þurfa neina von. Væri ekki fátækur og þyrfti ekki neinn væminn vonarboðskap. Og ekki væri hann bandingi. Ja, hérna. Bandingi! Hvílíkt orðskrípi í nútímanum! Ekki blindur né þjáður. Hún sagði honum að þetta væri boðskapur réttlætisins og fullt tilefni til að gleðjast. Þetta væri fagnaðarerindið. „Svignandi jólahlaðborð með feitri síld og danskri lifrarkæfu, þá fagnar hjarta mitt,“ sagði hann. Hólsfjallahangikjötið og rjúpan væru hans jól. Það var gleðiboðskapur og svo kæmi jólaskapið. „Þó þjáður og blindur sért,“ sagði hún, „er enn von með þig.“ Honum brá.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir