Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Aðventan boðar von í hrjáðum heimi,“ sagði hún glaðlega. Hann hnussaði og sagðist ekki þurfa neina von. Væri ekki fátækur og þyrfti ekki neinn væminn vonarboðskap. Og ekki væri hann bandingi. Ja, hérna. Bandingi! Hvílíkt orðskrípi í nútímanum! Ekki blindur né þjáður. Hún sagði honum að þetta væri boðskapur réttlætisins og fullt tilefni til að gleðjast. Þetta væri fagnaðarerindið. „Svignandi jólahlaðborð með feitri síld og danskri lifrarkæfu, þá fagnar hjarta mitt,“ sagði hann. Hólsfjallahangikjötið og rjúpan væru hans jól. Það var gleðiboðskapur og svo kæmi jólaskapið. „Þó þjáður og blindur sért,“ sagði hún, „er enn von með þig.“ Honum brá.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Aðventan boðar von í hrjáðum heimi,“ sagði hún glaðlega. Hann hnussaði og sagðist ekki þurfa neina von. Væri ekki fátækur og þyrfti ekki neinn væminn vonarboðskap. Og ekki væri hann bandingi. Ja, hérna. Bandingi! Hvílíkt orðskrípi í nútímanum! Ekki blindur né þjáður. Hún sagði honum að þetta væri boðskapur réttlætisins og fullt tilefni til að gleðjast. Þetta væri fagnaðarerindið. „Svignandi jólahlaðborð með feitri síld og danskri lifrarkæfu, þá fagnar hjarta mitt,“ sagði hann. Hólsfjallahangikjötið og rjúpan væru hans jól. Það var gleðiboðskapur og svo kæmi jólaskapið. „Þó þjáður og blindur sért,“ sagði hún, „er enn von með þig.“ Honum brá.