Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Hann las guðspjallið margsinnis og tók um höfuð sér. Það þyrmdi eins og yfir hann og honum fannst orðin vera logandi og þjóta fyrir sjónum hans. Hvernig átti hann að ná tökum á orðunum og varðveita þau? Hann lagði traust sitt á hjálparann sem guðspjallamaðurinn sagði að myndi minna hann á allt sem meistarinn kenndi. Það fór mjúkur friður um hann og honum hlýnaði um hjartarætur þegar skelfingin vék undan. Hann heyrða meistarann segja: „Ég kem til þín.“ Þá vissi hann að höfðingi heimsins næði engu taki á honum. Meistarinn var sigurvegari lífs og dauða knúinn áfram af heilögum anda.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Hann las guðspjallið margsinnis og tók um höfuð sér. Það þyrmdi eins og yfir hann og honum fannst orðin vera logandi og þjóta fyrir sjónum hans. Hvernig átti hann að ná tökum á orðunum og varðveita þau? Hann lagði traust sitt á hjálparann sem guðspjallamaðurinn sagði að myndi minna hann á allt sem meistarinn kenndi. Það fór mjúkur friður um hann og honum hlýnaði um hjartarætur þegar skelfingin vék undan. Hann heyrða meistarann segja: „Ég kem til þín.“ Þá vissi hann að höfðingi heimsins næði engu taki á honum. Meistarinn var sigurvegari lífs og dauða knúinn áfram af heilögum anda.