Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Frægasta bænastund mannkynssögunnar er sennilega sú sem var í Getsemanegarðinum við Olíufjallið. Það var dramatísk stund og meistarinn frá Nasaret hryggur og sál hans nötraði í skugga dauðans. Honum var ljóst að öll sund voru lokuð og kaleikurinn beiski beið hans þó að hann vildi gjarnan losna undan honum en hann hlýddi vilja þess er óf söguþráðinn. Hann var þó ekki einn á þessari stundu því að engill af himnum kom honum til styrktar en á slíkum stundum finnst manneskjunni hún vera máttvana og er þakklát fyrir hjálparsveitir englanna. Félagar meistarans gáfust upp fyrir myrkri hugans. Spurning hvað við gerum.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Frægasta bænastund mannkynssögunnar er sennilega sú sem var í Getsemanegarðinum við Olíufjallið. Það var dramatísk stund og meistarinn frá Nasaret hryggur og sál hans nötraði í skugga dauðans. Honum var ljóst að öll sund voru lokuð og kaleikurinn beiski beið hans þó að hann vildi gjarnan losna undan honum en hann hlýddi vilja þess er óf söguþráðinn. Hann var þó ekki einn á þessari stundu því að engill af himnum kom honum til styrktar en á slíkum stundum finnst manneskjunni hún vera máttvana og er þakklát fyrir hjálparsveitir englanna. Félagar meistarans gáfust upp fyrir myrkri hugans. Spurning hvað við gerum.