Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan fór Jesús út og gekk, eins og hann var vanur, til Olíufjallsins. Og lærisveinarnir fylgdu honum.  Þegar hann kom á staðinn sagði hann við þá: „Biðjið að þið fallið ekki í freistni.“
Og hann vék frá þeim svo sem steinsnar, féll á kné, baðst fyrir og sagði:  „Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.“ Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.  Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir en sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina.
Hann stóð upp frá bæn sinni, kom til lærisveinanna og fann þá sofandi, örmagna af hryggð.  Og hann sagði við þá: „Hví sofið þið? Rísið upp og biðjið að þið fallið ekki í freistni.“

Lúkasarguðspjall 22.39-46

Hundrað orða hugleiðing

Frægasta bænastund mannkynssögunnar er sennilega sú sem var í Getsemanegarðinum við Olíufjallið. Það var dramatísk stund og meistarinn frá Nasaret hryggur og sál hans nötraði í skugga dauðans. Honum var ljóst að öll sund voru lokuð og kaleikurinn beiski beið hans þó að hann vildi gjarnan losna undan honum en hann hlýddi vilja þess er óf söguþráðinn. Hann var þó ekki einn á þessari stundu því að engill af himnum kom honum til styrktar en á slíkum stundum finnst manneskjunni hún vera máttvana og er þakklát fyrir hjálparsveitir englanna. Félagar meistarans gáfust upp fyrir myrkri hugans. Spurning hvað við gerum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan fór Jesús út og gekk, eins og hann var vanur, til Olíufjallsins. Og lærisveinarnir fylgdu honum.  Þegar hann kom á staðinn sagði hann við þá: „Biðjið að þið fallið ekki í freistni.“
Og hann vék frá þeim svo sem steinsnar, féll á kné, baðst fyrir og sagði:  „Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.“ Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.  Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir en sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina.
Hann stóð upp frá bæn sinni, kom til lærisveinanna og fann þá sofandi, örmagna af hryggð.  Og hann sagði við þá: „Hví sofið þið? Rísið upp og biðjið að þið fallið ekki í freistni.“

Lúkasarguðspjall 22.39-46

Hundrað orða hugleiðing

Frægasta bænastund mannkynssögunnar er sennilega sú sem var í Getsemanegarðinum við Olíufjallið. Það var dramatísk stund og meistarinn frá Nasaret hryggur og sál hans nötraði í skugga dauðans. Honum var ljóst að öll sund voru lokuð og kaleikurinn beiski beið hans þó að hann vildi gjarnan losna undan honum en hann hlýddi vilja þess er óf söguþráðinn. Hann var þó ekki einn á þessari stundu því að engill af himnum kom honum til styrktar en á slíkum stundum finnst manneskjunni hún vera máttvana og er þakklát fyrir hjálparsveitir englanna. Félagar meistarans gáfust upp fyrir myrkri hugans. Spurning hvað við gerum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?