Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Snörp umræða um stöðugreiningu fer fran í guðspjallinu. Meistarinn er sakaður um að vera genginn til liðs við óvininn. Sé lið óvinarins farið að deila innbyrðis er fall þess ekki langt undan. En meistarinn er ekki kominn í þessar herbúðir né notar hann vopn óvinarins. Víglínan er skýr: Ertu á móti meistaranum eða með? Fingur Guðs spennir boga hans. Hann er sjálfur eins og kærleiksör sem hittir beint í mark: gefur líf. Það skynjar ónefnd kona sem talar fyrir hönd mannfjöldans – trúarjátning hennar og okkar fossar fram: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Snörp umræða um stöðugreiningu fer fran í guðspjallinu. Meistarinn er sakaður um að vera genginn til liðs við óvininn. Sé lið óvinarins farið að deila innbyrðis er fall þess ekki langt undan. En meistarinn er ekki kominn í þessar herbúðir né notar hann vopn óvinarins. Víglínan er skýr: Ertu á móti meistaranum eða með? Fingur Guðs spennir boga hans. Hann er sjálfur eins og kærleiksör sem hittir beint í mark: gefur líf. Það skynjar ónefnd kona sem talar fyrir hönd mannfjöldans – trúarjátning hennar og okkar fossar fram: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir.“