Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau sögðu að þýddi ekkert að andvarpa stöðugt yfir örlögum kærleikans. Sæi hún ekki að valdamenn heimsins nýttu hvert tækifæri til að herja á kærleikann og þau sem hrópuðu á frið og miskunn ef ómetanlegum hagsmunum væri ógnað? Og hvað gæti ein manneskja svo sem gert þegar verið væri að slátra saklausu fólki og fella unga hermenn hér og þar í heiminum? Væri það ekki augljóst að heimurinn hataði kærleikann? Hún sagðist aldrei gefast upp. Meistarinn frá Nasaret væri hennar maður og hatur á honum væru ofsóknir gegn kærleikanum. Var það sök hans að hafa kennt þeim að elska náungann?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau sögðu að þýddi ekkert að andvarpa stöðugt yfir örlögum kærleikans. Sæi hún ekki að valdamenn heimsins nýttu hvert tækifæri til að herja á kærleikann og þau sem hrópuðu á frið og miskunn ef ómetanlegum hagsmunum væri ógnað? Og hvað gæti ein manneskja svo sem gert þegar verið væri að slátra saklausu fólki og fella unga hermenn hér og þar í heiminum? Væri það ekki augljóst að heimurinn hataði kærleikann? Hún sagðist aldrei gefast upp. Meistarinn frá Nasaret væri hennar maður og hatur á honum væru ofsóknir gegn kærleikanum. Var það sök hans að hafa kennt þeim að elska náungann?