Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau voru kæfandi þessi þrengsli. Þetta var ein kös og hún sá ekkert fram úr henni. Alls staðar fálmandi heitar og öryggislausar hendur í leit að traustu haldreipi í lífinu. Teygðu granna hálsa sína og stukku upp. En þau sáu ekki neitt nema næsta mann. Kösin var lamandi og hún reyndi að finna leið út. Fólk lagði klæði sín í götuna. Allt í einu rak hún leitandi augun í hann á baki ösnufolans; henni fannst heimurinn loga af kærleika og settist við hlið hans í anda og brosti. Einhver í mannþrönginni spurði hana hver hann væri. Hún sagði: „Hógvær. Guð.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau voru kæfandi þessi þrengsli. Þetta var ein kös og hún sá ekkert fram úr henni. Alls staðar fálmandi heitar og öryggislausar hendur í leit að traustu haldreipi í lífinu. Teygðu granna hálsa sína og stukku upp. En þau sáu ekki neitt nema næsta mann. Kösin var lamandi og hún reyndi að finna leið út. Fólk lagði klæði sín í götuna. Allt í einu rak hún leitandi augun í hann á baki ösnufolans; henni fannst heimurinn loga af kærleika og settist við hlið hans í anda og brosti. Einhver í mannþrönginni spurði hana hver hann væri. Hún sagði: „Hógvær. Guð.“