Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Drottinn þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.“
Þetta varð svo að rættist það sem spámaðurinn sagði fyrir um:
Segið dótturinni Síon:
Konungur þinn kemur til þín,
hógvær er hann og ríður asna,
fola undan áburðargrip.
Lærisveinarnir fóru og gerðu sem Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín en Jesús steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn. Og múgur sá sem á undan fór og eftir fylgdi hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“
Þegar Jesús kom inn í Jerúsalem varð öll borgin í uppnámi og menn spurðu: „Hver er hann?“
Fólkið svaraði: „Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu.“

Matteusarguðspjall 21.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Þau voru kæfandi þessi þrengsli. Þetta var ein kös og hún sá ekkert fram úr henni. Alls staðar fálmandi heitar og öryggislausar hendur í leit að traustu haldreipi í lífinu. Teygðu granna hálsa sína og stukku upp. En þau sáu ekki neitt nema næsta mann. Kösin var lamandi og hún reyndi að finna leið út. Fólk lagði klæði sín í götuna. Allt í einu rak hún leitandi augun í hann á baki ösnufolans; henni fannst heimurinn loga af kærleika og settist við hlið hans í anda og brosti. Einhver í mannþrönginni spurði hana hver hann væri. Hún sagði: „Hógvær. Guð.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið sendi Jesús tvo lærisveina og sagði við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Drottinn þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.“
Þetta varð svo að rættist það sem spámaðurinn sagði fyrir um:
Segið dótturinni Síon:
Konungur þinn kemur til þín,
hógvær er hann og ríður asna,
fola undan áburðargrip.
Lærisveinarnir fóru og gerðu sem Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín en Jesús steig á bak. Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn. Og múgur sá sem á undan fór og eftir fylgdi hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“
Þegar Jesús kom inn í Jerúsalem varð öll borgin í uppnámi og menn spurðu: „Hver er hann?“
Fólkið svaraði: „Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu.“

Matteusarguðspjall 21.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Þau voru kæfandi þessi þrengsli. Þetta var ein kös og hún sá ekkert fram úr henni. Alls staðar fálmandi heitar og öryggislausar hendur í leit að traustu haldreipi í lífinu. Teygðu granna hálsa sína og stukku upp. En þau sáu ekki neitt nema næsta mann. Kösin var lamandi og hún reyndi að finna leið út. Fólk lagði klæði sín í götuna. Allt í einu rak hún leitandi augun í hann á baki ösnufolans; henni fannst heimurinn loga af kærleika og settist við hlið hans í anda og brosti. Einhver í mannþrönginni spurði hana hver hann væri. Hún sagði: „Hógvær. Guð.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir