Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans (þ.e. Leví Alfeussonar). Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“
Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Markúsarguðspjall 2. 15-17

Hundrað orða hugleiðing

Hann settist við kaffiborðið í gistiskýlinu. Kannaðist við marga þeirra af götunni og það angraði hann að geta ekki sýnt þeim hversdagslega kristilegan kærleika. Nú sat hann ögn niðurlútur með þeim í kærleiksátaki kirkjunnar en því miður var enginn ljósmyndari á staðnum. Fann til með útigangsmönnunum og sjálfum sér. Einn þeirra tók um þykkan hálskrossinn hans með grómteknum fingrum og spurði: „Alvöru gullkross?“ Hann brosti bara vandræðalega en sagði þó ekki að gullkrossinn væri oftast heima eins og kærleikurinn. Sagði svo ákveðinni röddu að meistarinn frá Nasaret væri handan við hornið og vildi eiga orð við þá alla. Líka sig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans (þ.e. Leví Alfeussonar). Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“
Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Markúsarguðspjall 2. 15-17

Hundrað orða hugleiðing

Hann settist við kaffiborðið í gistiskýlinu. Kannaðist við marga þeirra af götunni og það angraði hann að geta ekki sýnt þeim hversdagslega kristilegan kærleika. Nú sat hann ögn niðurlútur með þeim í kærleiksátaki kirkjunnar en því miður var enginn ljósmyndari á staðnum. Fann til með útigangsmönnunum og sjálfum sér. Einn þeirra tók um þykkan hálskrossinn hans með grómteknum fingrum og spurði: „Alvöru gullkross?“ Hann brosti bara vandræðalega en sagði þó ekki að gullkrossinn væri oftast heima eins og kærleikurinn. Sagði svo ákveðinni röddu að meistarinn frá Nasaret væri handan við hornið og vildi eiga orð við þá alla. Líka sig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir