Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann opnaði launaumslagið fauk hressilega í hann. Hann hafði komið eldsnemma í víngarðinn og þrælað allan daginn. Síðan tíndust menn inn í garðinn í alls konar ástandi og jafnvel á síðustu stundu. Og þeir áttu allir að fá sama kaup! Hann blés á alla samninga. Málið færi beint í verkalýðsfélagið. Víngarðseigandinn brosti rólyndisaugum og sagðist vera góðgjarn maður og þakkaði fyrir hverja vinnufúsa hönd. Blómlegur garðurinn væri innan deiliskipulags himnaríkis og þar væri enginn markaðsbúskapur heldur réði þar hagfræði kærleikans. Allt væri meira næs og staða kærleikans sterk. Mikilvægast væri nú að hafa sama hugarfar og meistarinn frá Nasaret.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann opnaði launaumslagið fauk hressilega í hann. Hann hafði komið eldsnemma í víngarðinn og þrælað allan daginn. Síðan tíndust menn inn í garðinn í alls konar ástandi og jafnvel á síðustu stundu. Og þeir áttu allir að fá sama kaup! Hann blés á alla samninga. Málið færi beint í verkalýðsfélagið. Víngarðseigandinn brosti rólyndisaugum og sagðist vera góðgjarn maður og þakkaði fyrir hverja vinnufúsa hönd. Blómlegur garðurinn væri innan deiliskipulags himnaríkis og þar væri enginn markaðsbúskapur heldur réði þar hagfræði kærleikans. Allt væri meira næs og staða kærleikans sterk. Mikilvægast væri nú að hafa sama hugarfar og meistarinn frá Nasaret.