Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það er annars aldeilis magnað að Anna gamla, spákona, skyldi gerast einn fyrsti boðberi fagnaðarerindisins. Kona á níræðisaldri og talaði um Jesúbarnið við alla sem væntu frelsarans. Dag og nótt að störfum, trúföst kona og sennilega ekki velt fyrir sér eftirspurn fólks eftir lausnara heimsins heldur sá hún hann þarna með skynsemi elli sinnar og reynslu. Einstaklingur með lifandi trú og var alla daga í helgidóminum. Þess vegna var hún ekki orðlaus heldur lofaði Guð fyrir skæra upprisuvon sem í vændum var fyrir þjáðan heim. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir okkur að gefa gaum að einlægum orðum hennar í erli sjálflægra daga.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það er annars aldeilis magnað að Anna gamla, spákona, skyldi gerast einn fyrsti boðberi fagnaðarerindisins. Kona á níræðisaldri og talaði um Jesúbarnið við alla sem væntu frelsarans. Dag og nótt að störfum, trúföst kona og sennilega ekki velt fyrir sér eftirspurn fólks eftir lausnara heimsins heldur sá hún hann þarna með skynsemi elli sinnar og reynslu. Einstaklingur með lifandi trú og var alla daga í helgidóminum. Þess vegna var hún ekki orðlaus heldur lofaði Guð fyrir skæra upprisuvon sem í vændum var fyrir þjáðan heim. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir okkur að gefa gaum að einlægum orðum hennar í erli sjálflægra daga.