Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau bera þungan kross sinn í Úkraínu og staðurinn skelfilegi, Hauskúpa, Golgata, er í Bútsja og Maríupol þar sem fólki er slátrað og lík þess liggja á víðavangi; fórnarlömb illskunnar. Þar stendur meistarinn hjá þeim og þjáist meðan aðrir þrátta um hver eigi upptökin og hvað sé satt og hvað ekki. Pútín segir: „Það sem ég hef skrifað hef ég skrifað.“ Við stöndum ráðvillt við krossinn og meistarinn segir okkur að allar þessar konur séu mæður okkar og systur. Konurnar sem hafa misst menn sína og börn í gin bjarnarins. Við réttum þeim hjálparhönd í nafni meistarans – þyrst eftir réttlætinu.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þau bera þungan kross sinn í Úkraínu og staðurinn skelfilegi, Hauskúpa, Golgata, er í Bútsja og Maríupol þar sem fólki er slátrað og lík þess liggja á víðavangi; fórnarlömb illskunnar. Þar stendur meistarinn hjá þeim og þjáist meðan aðrir þrátta um hver eigi upptökin og hvað sé satt og hvað ekki. Pútín segir: „Það sem ég hef skrifað hef ég skrifað.“ Við stöndum ráðvillt við krossinn og meistarinn segir okkur að allar þessar konur séu mæður okkar og systur. Konurnar sem hafa misst menn sína og börn í gin bjarnarins. Við réttum þeim hjálparhönd í nafni meistarans – þyrst eftir réttlætinu.