Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hnakkakerrtur og með þráasvip sagði hann að þessi samfylgd á vegi lífsins gengi ekki vel. Honum reyndist erfitt að hemja sig og væri maður ósáttfús. Gleymdi sjaldan því sem gert væri á hans hlut og ef gott tækifæri gæfist gyldi hann líku líkt. Svona væri hann gerður. Hann gæti ekki skilið þessa hvatningu að vera skjótur til sátta við andstæðing sinn. Það væri bara ekki hann. Daufeygður og undirleitur á svip sagðist hann óttast að fá það óþvegið í efri byggðum ef hann næði þar inn á barnatrúnni. En hann treysti líka á miskunn. Var hún annars ekki góð trygging?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hnakkakerrtur og með þráasvip sagði hann að þessi samfylgd á vegi lífsins gengi ekki vel. Honum reyndist erfitt að hemja sig og væri maður ósáttfús. Gleymdi sjaldan því sem gert væri á hans hlut og ef gott tækifæri gæfist gyldi hann líku líkt. Svona væri hann gerður. Hann gæti ekki skilið þessa hvatningu að vera skjótur til sátta við andstæðing sinn. Það væri bara ekki hann. Daufeygður og undirleitur á svip sagðist hann óttast að fá það óþvegið í efri byggðum ef hann næði þar inn á barnatrúnni. En hann treysti líka á miskunn. Var hún annars ekki góð trygging?