Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis. Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Matteusarguðspjall 5.21-26

Hundrað orða hugleiðing

Hnakkakerrtur og með þráasvip sagði hann að þessi samfylgd á vegi lífsins gengi ekki vel. Honum reyndist erfitt að hemja sig og væri maður ósáttfús. Gleymdi sjaldan því sem gert væri á hans hlut og ef gott tækifæri gæfist gyldi hann líku líkt. Svona væri hann gerður. Hann gæti ekki skilið þessa hvatningu að vera skjótur til sátta við andstæðing sinn. Það væri bara ekki hann. Daufeygður og undirleitur á svip sagðist hann óttast að fá það óþvegið í efri byggðum ef hann næði þar inn á barnatrúnni. En hann treysti líka á miskunn. Var hún annars ekki góð trygging?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis. Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

Matteusarguðspjall 5.21-26

Hundrað orða hugleiðing

Hnakkakerrtur og með þráasvip sagði hann að þessi samfylgd á vegi lífsins gengi ekki vel. Honum reyndist erfitt að hemja sig og væri maður ósáttfús. Gleymdi sjaldan því sem gert væri á hans hlut og ef gott tækifæri gæfist gyldi hann líku líkt. Svona væri hann gerður. Hann gæti ekki skilið þessa hvatningu að vera skjótur til sátta við andstæðing sinn. Það væri bara ekki hann. Daufeygður og undirleitur á svip sagðist hann óttast að fá það óþvegið í efri byggðum ef hann næði þar inn á barnatrúnni. En hann treysti líka á miskunn. Var hún annars ekki góð trygging?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir