Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Hógværð og aftur hógværð,” hugsaði hann með sér og starði ofan í mjúkstrokið lyklaborðið þar sem bókstafirnir dönsuðu í aðventugleði eins og hugsun hans. Og þeir skríktu af spenningi. Ekkert komst að nema þetta eina orð, hógværð. Hann afritaði það oft og dreifði því kröftuglega um tölvuskjáinn eins og þegar kampavínið freyðir um áramót. Kannski ætti hann að lesa orðið 1483 sinnum en það var alltaf orðafjöldinn í ræðum hans. Eða prenta orðið jafnoft út og dreifa því um kirkjugólfið eins og fólkið lagði klæði sín á veg meistarans. Holl endurtekning á nýársdegi kirkjunnar. Gjörningur á fyrsta sunnudegi í aðventu!
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Hógværð og aftur hógværð,” hugsaði hann með sér og starði ofan í mjúkstrokið lyklaborðið þar sem bókstafirnir dönsuðu í aðventugleði eins og hugsun hans. Og þeir skríktu af spenningi. Ekkert komst að nema þetta eina orð, hógværð. Hann afritaði það oft og dreifði því kröftuglega um tölvuskjáinn eins og þegar kampavínið freyðir um áramót. Kannski ætti hann að lesa orðið 1483 sinnum en það var alltaf orðafjöldinn í ræðum hans. Eða prenta orðið jafnoft út og dreifa því um kirkjugólfið eins og fólkið lagði klæði sín á veg meistarans. Holl endurtekning á nýársdegi kirkjunnar. Gjörningur á fyrsta sunnudegi í aðventu!