Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“

Markúsarguðspjall 13.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Alveg  var hún hjartanlega sammála því að orð meistarans myndu standa um eilífð og gott betur. Hún hafði séð margt koma og fara. Orð sögð af miklum tilfinningahita og síðan kólnað fljótt. Já, orðaflaumur í kosningum, gull og grænir skógar, allt að baki um leið og kjörstöðum var lokað. Eða sem næst því. Enn er verið að lesa orð Jesú, hugsaði hún með sér. Og búið að gera í tvö þúsund ár. Geri aðrir betur. Sjálf las hún orðin þó elst væri á hjúkrunarheimilinu, hundrað ára. Ég stend mína vakt á hverju sem dynur, sagði hún lágt við sjálfa sig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“

Markúsarguðspjall 13.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Alveg  var hún hjartanlega sammála því að orð meistarans myndu standa um eilífð og gott betur. Hún hafði séð margt koma og fara. Orð sögð af miklum tilfinningahita og síðan kólnað fljótt. Já, orðaflaumur í kosningum, gull og grænir skógar, allt að baki um leið og kjörstöðum var lokað. Eða sem næst því. Enn er verið að lesa orð Jesú, hugsaði hún með sér. Og búið að gera í tvö þúsund ár. Geri aðrir betur. Sjálf las hún orðin þó elst væri á hjúkrunarheimilinu, hundrað ára. Ég stend mína vakt á hverju sem dynur, sagði hún lágt við sjálfa sig.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir