Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef bróðir þinn syndgar gegn þér] skaltu fara og tala um fyrir honum og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast hefur þú endurheimt bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast skaltu taka með þér einn eða tvo að „hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna“. Ef hann skeytir þeim ekki þá seg það söfnuðinum. Skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.
Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu mun bundið á himni og hvað sem þér leysið á jörðu mun leyst á himni.
Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Matteusarguðspjall 18.15-20

Hundrað orða hugleiðing

Þau ákváðu að gera mannúðarhlé til að gera að sárum fólksins. Þó var tekið skýrt fram að þetta væri bara hlé og síðan yrði haldið áfram að verjast árásum. Einn í hópi særðra sagðist hafa óskað þess að þar væru tveir eða þrír komnir saman í nafni meistarans frá Nasaret. Þá væri von til þess að manndrápum yrði hætt. Einhver kannaðist við að vera í þessum litla hópi en vissi ekki af fleirum en leit þó í kringum sig. Nokkrir kinkuðu kolli og sögðust vera hallir undir meistarann. Spurt var titrandi röddu hvort meistarinn væri nokkuð langt undan með friðarboðskapinn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef bróðir þinn syndgar gegn þér] skaltu fara og tala um fyrir honum og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast hefur þú endurheimt bróður þinn. En láti hann sér ekki segjast skaltu taka með þér einn eða tvo að „hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna“. Ef hann skeytir þeim ekki þá seg það söfnuðinum. Skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.
Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu mun bundið á himni og hvað sem þér leysið á jörðu mun leyst á himni.
Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Matteusarguðspjall 18.15-20

Hundrað orða hugleiðing

Þau ákváðu að gera mannúðarhlé til að gera að sárum fólksins. Þó var tekið skýrt fram að þetta væri bara hlé og síðan yrði haldið áfram að verjast árásum. Einn í hópi særðra sagðist hafa óskað þess að þar væru tveir eða þrír komnir saman í nafni meistarans frá Nasaret. Þá væri von til þess að manndrápum yrði hætt. Einhver kannaðist við að vera í þessum litla hópi en vissi ekki af fleirum en leit þó í kringum sig. Nokkrir kinkuðu kolli og sögðust vera hallir undir meistarann. Spurt var titrandi röddu hvort meistarinn væri nokkuð langt undan með friðarboðskapinn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir