Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. Ég kalla yður ekki framar þjóna því þjónninn veit ekki hvað húsbóndi hans gerir. En ég kalla yður vini því ég hef kunngjört yður allt sem ég heyrði af föður mínum. Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hvert annað.

Jóhannesaguðspjall 15.12-17

Hundrað orða hugleiðing

Nú skaltu útskýra þetta fyrir mér,” sagði hvasseygður fjárfestirinn áhættusækinn á svipinn: Hvaða elsku er hann tala um í þennan litla karlahóp sem hann handvaldi og ætlar að stýra eins og lítilli jábræðraklíku? Og hvert á að senda karlana?” Hann horfði á mig sigurviss og áður en ég næði að svara hvíslaði hann ögrandi: Leggja líf sitt í sölurnar fyrir vinina í kauphöllinni? Það væri auðvitað geggjaður kærleikur af manni af holdi og blóði en þegar þú ert tvíbakaður sem guðleg vera og maður vefst það ekki fyrir neinum.” Þögn. Ég elska þig,” sagði ég. Og sáttfús blómin fagna okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. Ég kalla yður ekki framar þjóna því þjónninn veit ekki hvað húsbóndi hans gerir. En ég kalla yður vini því ég hef kunngjört yður allt sem ég heyrði af föður mínum. Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hvert annað.

Jóhannesaguðspjall 15.12-17

Hundrað orða hugleiðing

Nú skaltu útskýra þetta fyrir mér,” sagði hvasseygður fjárfestirinn áhættusækinn á svipinn: Hvaða elsku er hann tala um í þennan litla karlahóp sem hann handvaldi og ætlar að stýra eins og lítilli jábræðraklíku? Og hvert á að senda karlana?” Hann horfði á mig sigurviss og áður en ég næði að svara hvíslaði hann ögrandi: Leggja líf sitt í sölurnar fyrir vinina í kauphöllinni? Það væri auðvitað geggjaður kærleikur af manni af holdi og blóði en þegar þú ert tvíbakaður sem guðleg vera og maður vefst það ekki fyrir neinum.” Þögn. Ég elska þig,” sagði ég. Og sáttfús blómin fagna okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir