Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“
Hann svaraði: „Ekki veit ég hvort hann er syndari. En eitt veit ég að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.“
Þá sögðu þeir við hann: „Hvað gerði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?“
Hann svaraði þeim: „Ég er búinn að segja ykkur það og þið hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þið heyra það aftur? Viljið þið líka verða lærisveinar hans?“
Þeir atyrtu hann og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, við erum lærisveinar Móse. Við vitum að Guð talaði við Móse en við vitum ekki hvaðan þessi maður er.“
Maðurinn svaraði þeim: „Þetta er furðulegt, að þið vitið ekki hvaðan hann er og þó opnaði hann augu mín. Við vitum að Guð heyrir ekki bænir syndara. Hann bænheyrir hvern þann sem er guðrækinn og fer að Guðs vilja. Frá alda öðli hefur ekki heyrst að nokkur hafi gert þann sjáandi sem blindur var borinn. Ef þessi maður væri ekki frá Guði gæti hann ekkert gert.“
Þeir svöruðu honum: „Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna okkur!“ Og þeir ráku hann út.
Jesús heyrði að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: „Trúir þú á Mannssoninn?“
Hinn svaraði: „Herra, hver er sá að ég megi trúa á hann?“
Jesús sagði við hann: „Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.“
En hann sagði: „Ég trúi, Drottinn,“ og féll fram fyrir honum.
Jesús sagði: „Til dóms er ég kominn í þennan heim, til þess að blindir sjái og sjáandi verði blindir.“
Þetta heyrðu þeir farísear sem með honum voru og spurðu: „Erum við þá líka blindir?“
Jesús sagði við þá: „Ef þið væruð blindir væruð þið án sakar. En nú segist þið vera sjáandi, því varir sök ykkar.“

Jóhannesarguðspjall 9. 24-41

Hundrað orða hugleiðing

Hann talaði ekki um trú sína á vinnustaðnum. Stundum var skotið léttilega á hann við kaffikönnuna á morgnana en allt var það græskulaust. Svaraði bara vinsamlega og brosti. Trú hans var oft sterk en stundum brothætt. Sumt skildi hann en annað ekki. Gargandi snilldarfyrirsagnir í trúnni voru hans uppáhald. Í þeim fannst honum margt tala beint til sín eins og þau orð meistarans frá Nasaret um að hann væri kominn til að blindir sæju og sjáandi yrðu blindir. Skildi vel að meistarinn væri ósáttur við þau sem þóttust vera sjáandi en gengu þó í svartamyrkri. Var hann kannski einn þeirra?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“
Hann svaraði: „Ekki veit ég hvort hann er syndari. En eitt veit ég að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.“
Þá sögðu þeir við hann: „Hvað gerði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?“
Hann svaraði þeim: „Ég er búinn að segja ykkur það og þið hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þið heyra það aftur? Viljið þið líka verða lærisveinar hans?“
Þeir atyrtu hann og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, við erum lærisveinar Móse. Við vitum að Guð talaði við Móse en við vitum ekki hvaðan þessi maður er.“
Maðurinn svaraði þeim: „Þetta er furðulegt, að þið vitið ekki hvaðan hann er og þó opnaði hann augu mín. Við vitum að Guð heyrir ekki bænir syndara. Hann bænheyrir hvern þann sem er guðrækinn og fer að Guðs vilja. Frá alda öðli hefur ekki heyrst að nokkur hafi gert þann sjáandi sem blindur var borinn. Ef þessi maður væri ekki frá Guði gæti hann ekkert gert.“
Þeir svöruðu honum: „Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna okkur!“ Og þeir ráku hann út.
Jesús heyrði að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: „Trúir þú á Mannssoninn?“
Hinn svaraði: „Herra, hver er sá að ég megi trúa á hann?“
Jesús sagði við hann: „Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.“
En hann sagði: „Ég trúi, Drottinn,“ og féll fram fyrir honum.
Jesús sagði: „Til dóms er ég kominn í þennan heim, til þess að blindir sjái og sjáandi verði blindir.“
Þetta heyrðu þeir farísear sem með honum voru og spurðu: „Erum við þá líka blindir?“
Jesús sagði við þá: „Ef þið væruð blindir væruð þið án sakar. En nú segist þið vera sjáandi, því varir sök ykkar.“

Jóhannesarguðspjall 9. 24-41

Hundrað orða hugleiðing

Hann talaði ekki um trú sína á vinnustaðnum. Stundum var skotið léttilega á hann við kaffikönnuna á morgnana en allt var það græskulaust. Svaraði bara vinsamlega og brosti. Trú hans var oft sterk en stundum brothætt. Sumt skildi hann en annað ekki. Gargandi snilldarfyrirsagnir í trúnni voru hans uppáhald. Í þeim fannst honum margt tala beint til sín eins og þau orð meistarans frá Nasaret um að hann væri kominn til að blindir sæju og sjáandi yrðu blindir. Skildi vel að meistarinn væri ósáttur við þau sem þóttust vera sjáandi en gengu þó í svartamyrkri. Var hann kannski einn þeirra?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir