Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann talaði ekki um trú sína á vinnustaðnum. Stundum var skotið léttilega á hann við kaffikönnuna á morgnana en allt var það græskulaust. Svaraði bara vinsamlega og brosti. Trú hans var oft sterk en stundum brothætt. Sumt skildi hann en annað ekki. Gargandi snilldarfyrirsagnir í trúnni voru hans uppáhald. Í þeim fannst honum margt tala beint til sín eins og þau orð meistarans frá Nasaret um að hann væri kominn til að blindir sæju og sjáandi yrðu blindir. Skildi vel að meistarinn væri ósáttur við þau sem þóttust vera sjáandi en gengu þó í svartamyrkri. Var hann kannski einn þeirra?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann talaði ekki um trú sína á vinnustaðnum. Stundum var skotið léttilega á hann við kaffikönnuna á morgnana en allt var það græskulaust. Svaraði bara vinsamlega og brosti. Trú hans var oft sterk en stundum brothætt. Sumt skildi hann en annað ekki. Gargandi snilldarfyrirsagnir í trúnni voru hans uppáhald. Í þeim fannst honum margt tala beint til sín eins og þau orð meistarans frá Nasaret um að hann væri kominn til að blindir sæju og sjáandi yrðu blindir. Skildi vel að meistarinn væri ósáttur við þau sem þóttust vera sjáandi en gengu þó í svartamyrkri. Var hann kannski einn þeirra?