Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði að guðspjallið væri í miklu uppáhaldi hjá sér. Þetta væri boð um fyrstu jólahreingerninguna. Almættið tæki hressilega tiltektartörn í heiminum sem færi ekki fram hjá neinum. Þetta ættu allir að taka sér til fyrirmyndar og ekki aðeins með því að þrífa heima hjá sér fyrir jólin heldur líka moka út úr rökkvuðu hugskotinu sem væri nú ekki alls staðar gljáfægt. Hún sem stolt húsmóðir og prestur bæri höfuðið hátt eftir jólaþrif sín og almættisins því að hún vissi að meistarinn frá Nasaret væri ekki langt undan og þar með ilmandi jól í sálinni. Þetta væri ódauðlegur sjarmi aðventunnar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði að guðspjallið væri í miklu uppáhaldi hjá sér. Þetta væri boð um fyrstu jólahreingerninguna. Almættið tæki hressilega tiltektartörn í heiminum sem færi ekki fram hjá neinum. Þetta ættu allir að taka sér til fyrirmyndar og ekki aðeins með því að þrífa heima hjá sér fyrir jólin heldur líka moka út úr rökkvuðu hugskotinu sem væri nú ekki alls staðar gljáfægt. Hún sem stolt húsmóðir og prestur bæri höfuðið hátt eftir jólaþrif sín og almættisins því að hún vissi að meistarinn frá Nasaret væri ekki langt undan og þar með ilmandi jól í sálinni. Þetta væri ódauðlegur sjarmi aðventunnar.