Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu falla í öngvit af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna munu riðlast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd.“
Jesús sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.

Lúkasarguðspjall 21.25-33

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði að guðspjallið væri í miklu uppáhaldi hjá sér. Þetta væri boð um fyrstu jólahreingerninguna. Almættið tæki hressilega tiltektartörn í heiminum sem færi ekki fram hjá neinum. Þetta ættu allir að taka sér til fyrirmyndar og ekki aðeins með því að þrífa heima hjá sér fyrir jólin heldur líka moka út úr rökkvuðu hugskotinu sem væri nú ekki alls staðar gljáfægt. Hún sem stolt húsmóðir og prestur bæri höfuðið hátt eftir jólaþrif sín og almættisins því að hún vissi að meistarinn frá Nasaret væri ekki langt undan og þar með ilmandi jól í sálinni. Þetta væri ódauðlegur sjarmi aðventunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu falla í öngvit af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna munu riðlast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd.“
Jesús sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.

Lúkasarguðspjall 21.25-33

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði að guðspjallið væri í miklu uppáhaldi hjá sér. Þetta væri boð um fyrstu jólahreingerninguna. Almættið tæki hressilega tiltektartörn í heiminum sem færi ekki fram hjá neinum. Þetta ættu allir að taka sér til fyrirmyndar og ekki aðeins með því að þrífa heima hjá sér fyrir jólin heldur líka moka út úr rökkvuðu hugskotinu sem væri nú ekki alls staðar gljáfægt. Hún sem stolt húsmóðir og prestur bæri höfuðið hátt eftir jólaþrif sín og almættisins því að hún vissi að meistarinn frá Nasaret væri ekki langt undan og þar með ilmandi jól í sálinni. Þetta væri ódauðlegur sjarmi aðventunnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir