Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Við hlustum. Skiljum ekki. Gleymum að spyrja hvert hann fari. Spyrjum sorgmædd en skiljum ekki svörin né heldur spurningar okkar. Hjálparinn í bílnum að morgni dags á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En höfðingi heimsins er dæmdur. Við svipumst um á sviðinu og athugum hvort hann sé kominn á bak við lás og slá. Eða er hann á biðlista afplánunar? Andi sannleikans í rafmagnsstiga Kringlunnar. Hann mun leiða okkur í allan sannleikann. Þegar við göngum í flasið á sannleikanum tökum við utan um hann, fögnum honum eins og gömlum vini. Setjumst og hagræðum honum og spyrjum: Fer ekki vel um þig?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Við hlustum. Skiljum ekki. Gleymum að spyrja hvert hann fari. Spyrjum sorgmædd en skiljum ekki svörin né heldur spurningar okkar. Hjálparinn í bílnum að morgni dags á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En höfðingi heimsins er dæmdur. Við svipumst um á sviðinu og athugum hvort hann sé kominn á bak við lás og slá. Eða er hann á biðlista afplánunar? Andi sannleikans í rafmagnsstiga Kringlunnar. Hann mun leiða okkur í allan sannleikann. Þegar við göngum í flasið á sannleikanum tökum við utan um hann, fögnum honum eins og gömlum vini. Setjumst og hagræðum honum og spyrjum: Fer ekki vel um þig?