Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8.23-27

Hundrað orða hugleiðing

Stálkaldur veðurofsinn fór um hann og beit sífellt harðar. Grár vinnudagurinn gekk yfir hann eins og köld sjávarbylgja. Hann var kominn á ystu brún og tautaði titrandi röddu með sjálfum sér að hann væri að farast. Stormurinn þeytti hugsunum hans fram og aftur. Skyndilega sá hann í kófinu gamla bæn sem hann hafði lært sem barn. Horfði á máð letrið og las hana með sjálfum sér: „Drottinn, bjarga mér.“ Í eyra hans var hvíslað mjúkri röddu: „Þú þarft ekki að vera hræddur þó trú þín sé lítil.“ Hann fann kyrrð fara um huga sinn og líkama. Stillilogn Guðs í sálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8.23-27

Hundrað orða hugleiðing

Stálkaldur veðurofsinn fór um hann og beit sífellt harðar. Grár vinnudagurinn gekk yfir hann eins og köld sjávarbylgja. Hann var kominn á ystu brún og tautaði titrandi röddu með sjálfum sér að hann væri að farast. Stormurinn þeytti hugsunum hans fram og aftur. Skyndilega sá hann í kófinu gamla bæn sem hann hafði lært sem barn. Horfði á máð letrið og las hana með sjálfum sér: „Drottinn, bjarga mér.“ Í eyra hans var hvíslað mjúkri röddu: „Þú þarft ekki að vera hræddur þó trú þín sé lítil.“ Hann fann kyrrð fara um huga sinn og líkama. Stillilogn Guðs í sálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir