Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Stálkaldur veðurofsinn fór um hann og beit sífellt harðar. Grár vinnudagurinn gekk yfir hann eins og köld sjávarbylgja. Hann var kominn á ystu brún og tautaði titrandi röddu með sjálfum sér að hann væri að farast. Stormurinn þeytti hugsunum hans fram og aftur. Skyndilega sá hann í kófinu gamla bæn sem hann hafði lært sem barn. Horfði á máð letrið og las hana með sjálfum sér: „Drottinn, bjarga mér.“ Í eyra hans var hvíslað mjúkri röddu: „Þú þarft ekki að vera hræddur þó trú þín sé lítil.“ Hann fann kyrrð fara um huga sinn og líkama. Stillilogn Guðs í sálinni.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Stálkaldur veðurofsinn fór um hann og beit sífellt harðar. Grár vinnudagurinn gekk yfir hann eins og köld sjávarbylgja. Hann var kominn á ystu brún og tautaði titrandi röddu með sjálfum sér að hann væri að farast. Stormurinn þeytti hugsunum hans fram og aftur. Skyndilega sá hann í kófinu gamla bæn sem hann hafði lært sem barn. Horfði á máð letrið og las hana með sjálfum sér: „Drottinn, bjarga mér.“ Í eyra hans var hvíslað mjúkri röddu: „Þú þarft ekki að vera hræddur þó trú þín sé lítil.“ Hann fann kyrrð fara um huga sinn og líkama. Stillilogn Guðs í sálinni.