Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa, og sat að borði. Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir er gramdist þetta og þeir sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun á smyrslum? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum.“ Og þeir atyrtu hana.
En Jesús sagði: „Látið hana í friði! Hvað eruð þið að angra hana? Gott verk gerði hún mér. Fátæka hafið þið jafnan hjá ykkur og getið gert þeim gott nær þið viljið en mig hafið þið ekki ávallt. Hún gerði það sem í hennar valdi stóð. Hún hefur fyrir fram smurt líkama minn til greftrunar. Sannlega segi ég ykkur: Hvar sem fagnaðarerindið verður flutt, um heim allan, mun og getið verða þess sem hún gerði og hennar minnst.

Markúsarguðspjall 14.3-9

Hundrað orða hugleiðing

Þarna er ykkur rétt lýst, sagði hann æstum rómi. Hafið ekki þá hugsjón að útrýma fátæktinni heldur sætta ykkur við hana um aldur og ævi. Hún horfði róleg á hann hella kaffi í bollann titrandi höndum. Sagði að hann þyrfti ekki ergja sig út af þessu. Meistarinn hefði líka sagt að kristið fólk gæti gert þeim gott þegar þau vildu. Þetta væri sem sé í þeirra höndum. Ykkar höndum! fussaði hann og sveiaði. Við fáum þarna ágætis tækifæri til að boða fagnaðarerindið, sagði hún og saup af kaffinu. Og fátæktin getur nú verið svo misjöfn en fagnaðarerindið er allra auður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa, og sat að borði. Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir er gramdist þetta og þeir sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun á smyrslum? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum.“ Og þeir atyrtu hana.
En Jesús sagði: „Látið hana í friði! Hvað eruð þið að angra hana? Gott verk gerði hún mér. Fátæka hafið þið jafnan hjá ykkur og getið gert þeim gott nær þið viljið en mig hafið þið ekki ávallt. Hún gerði það sem í hennar valdi stóð. Hún hefur fyrir fram smurt líkama minn til greftrunar. Sannlega segi ég ykkur: Hvar sem fagnaðarerindið verður flutt, um heim allan, mun og getið verða þess sem hún gerði og hennar minnst.

Markúsarguðspjall 14.3-9

Hundrað orða hugleiðing

Þarna er ykkur rétt lýst, sagði hann æstum rómi. Hafið ekki þá hugsjón að útrýma fátæktinni heldur sætta ykkur við hana um aldur og ævi. Hún horfði róleg á hann hella kaffi í bollann titrandi höndum. Sagði að hann þyrfti ekki ergja sig út af þessu. Meistarinn hefði líka sagt að kristið fólk gæti gert þeim gott þegar þau vildu. Þetta væri sem sé í þeirra höndum. Ykkar höndum! fussaði hann og sveiaði. Við fáum þarna ágætis tækifæri til að boða fagnaðarerindið, sagði hún og saup af kaffinu. Og fátæktin getur nú verið svo misjöfn en fagnaðarerindið er allra auður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir