Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Lifandi trúarjátning ómar í orðunum: „Drottinn ef þú hefðir verið hér…“ einlæg trú. Meistarinn grætur, væntumþykja hans er djúp og sorgin hreyfir við honum. Heitar tilfinningar brjótast fram og samtímis fara um loftið kaldar efasemdaraddir nærstaddra en sterk trúin slekkur efann: Dýrð Guðs gengur í spor játningarinnar. „Er steinn fyrir sálardyrum þínum?“ Taktu hann frá og meistarinn segir: „Komdu út!“ Þú skjögrar út úr hráslagalegum helli þínum, hugurinn steingrár og ljósfælinn, mót sólarljósinu með allar lífsflækjur þínar í fanginu. Horfir í augu meistarans sem reisir þig upp til lífsins. Þú heyrir orð koma af vörum þínum: „Drottinn, þú ert hér…“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Lifandi trúarjátning ómar í orðunum: „Drottinn ef þú hefðir verið hér…“ einlæg trú. Meistarinn grætur, væntumþykja hans er djúp og sorgin hreyfir við honum. Heitar tilfinningar brjótast fram og samtímis fara um loftið kaldar efasemdaraddir nærstaddra en sterk trúin slekkur efann: Dýrð Guðs gengur í spor játningarinnar. „Er steinn fyrir sálardyrum þínum?“ Taktu hann frá og meistarinn segir: „Komdu út!“ Þú skjögrar út úr hráslagalegum helli þínum, hugurinn steingrár og ljósfælinn, mót sólarljósinu með allar lífsflækjur þínar í fanginu. Horfir í augu meistarans sem reisir þig upp til lífsins. Þú heyrir orð koma af vörum þínum: „Drottinn, þú ert hér…“