Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Meistarinn frá Nasaret er ekki starfsmaður bændasamtakanna þó að hann tali um sauði í guðspjalli dagsins,“ sagði ungi bóndinn og sóknarnefndarformaðurinn með bros á vör eftir messuna. Hann var einn af þessum spaugsömu mönnum með alvörublik í auga. „Erum við þjófar eða englar?“ spurði hann hressilega en þó eilítið ögrandi. Viðstaddir lyftu brúnum. „Meistarinn frá Nasaret er fyrirmyndin. Ekki satt? Horfum til hans og göngum svo um dyrnar sem hann hefur opnað með kærleiksboðskap sínum.“ Þagði alvörufullur eitt andartak en sagði svo: „Verum ekki hrædd um að fara dyravillt því það hefur oft hent glannann mig.“ Svo hló hann dauflega.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Meistarinn frá Nasaret er ekki starfsmaður bændasamtakanna þó að hann tali um sauði í guðspjalli dagsins,“ sagði ungi bóndinn og sóknarnefndarformaðurinn með bros á vör eftir messuna. Hann var einn af þessum spaugsömu mönnum með alvörublik í auga. „Erum við þjófar eða englar?“ spurði hann hressilega en þó eilítið ögrandi. Viðstaddir lyftu brúnum. „Meistarinn frá Nasaret er fyrirmyndin. Ekki satt? Horfum til hans og göngum svo um dyrnar sem hann hefur opnað með kærleiksboðskap sínum.“ Þagði alvörufullur eitt andartak en sagði svo: „Verum ekki hrædd um að fara dyravillt því það hefur oft hent glannann mig.“ Svo hló hann dauflega.