Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var biblíuleshringur í kirkjunni og guðspjall dagsins var tekið til umræðu. Ritarinn tók saman nokkra punkta úr umræðunum: Grímur lagði áherslu á að guðspjallið fjallaði um kærleika Guðs til allra sem sneru sér til hans. Jóhanna tók undir það en var ekki sátt við að alikálfinum væri slátrað enda er hún vegan. Hátíðarhnetusteik hefði verið betri. Lóa sagði að við værum öll týnd. Ekki bara þessir tveir. Þór taldi að dæmisagan kjarnaðist í orðinu „fundinn.” Sagði það vera takmark allra: að Guð fyndi þá. Flestir skildu gremju samviskusama sonarins sem stritaði heima en instagramklikkaða svallaranum svo fagnað sem hetju.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var biblíuleshringur í kirkjunni og guðspjall dagsins var tekið til umræðu. Ritarinn tók saman nokkra punkta úr umræðunum: Grímur lagði áherslu á að guðspjallið fjallaði um kærleika Guðs til allra sem sneru sér til hans. Jóhanna tók undir það en var ekki sátt við að alikálfinum væri slátrað enda er hún vegan. Hátíðarhnetusteik hefði verið betri. Lóa sagði að við værum öll týnd. Ekki bara þessir tveir. Þór taldi að dæmisagan kjarnaðist í orðinu „fundinn.” Sagði það vera takmark allra: að Guð fyndi þá. Flestir skildu gremju samviskusama sonarins sem stritaði heima en instagramklikkaða svallaranum svo fagnað sem hetju.