Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „Hvað virðist ykkur? Maður nokkur átti tvo syni. Hann gekk til hins fyrra og sagði: Sonur minn, far þú og vinn í dag í víngarði mínum. Hann svaraði: Það vil ég ekki. En eftir á sá hann sig um hönd og fór. Þá gekk hann til hins síðara og mælti á sömu leið. Hann svaraði: Já, herra, en fór hvergi. Hvor þeirra gerði vilja föðurins?“
Þeir svara: „Sá fyrri.“
Þá mælti Jesús: „Sannlega segi ég ykkur: Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki. Því að Jóhannes kom til ykkar og vísaði ykkur á réttan veg og þið trúðuð honum ekki en tollheimtumenn og skækjur trúðu honum. Það sáuð þið en tókuð samt ekki sinnaskiptum og trúðuð honum.“

Matteusarguðspjall 21.28-32

Hundrað orða hugleiðing

Forstjóri stofnunarinnar sagði vinnustaðasálfræðingnum hlutverkið vera að skapa rými fyrir nærveru sannleikans á öllum sviðum lífsins. Þess vegna þyrfti stofnunin hugrekki fyrir heiðarlegt og gagnsætt samtal um hlutverk sitt og stöðu. En rekstrarvandinn væri margflókinn: starfsfólkið væri uppteknara af öðru en boðskapnum. Margir væru beinlínis í felum inni á skrifstofunum fyrir framan spegilinn; segðust vinna en gerðu annað. Um daginn drattaðist þó sá ólíklegasti af stað til að sinna starfi sínu. Hafði þó neitað en sá sig um hönd. Þó kom Jóhannes úr gæðavinnustaðaeftirlitinu á starfsdeginum en fáir tóku mark á honum enda var hann ekki í jakkafötum við skrautinnganginn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „Hvað virðist ykkur? Maður nokkur átti tvo syni. Hann gekk til hins fyrra og sagði: Sonur minn, far þú og vinn í dag í víngarði mínum. Hann svaraði: Það vil ég ekki. En eftir á sá hann sig um hönd og fór. Þá gekk hann til hins síðara og mælti á sömu leið. Hann svaraði: Já, herra, en fór hvergi. Hvor þeirra gerði vilja föðurins?“
Þeir svara: „Sá fyrri.“
Þá mælti Jesús: „Sannlega segi ég ykkur: Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki. Því að Jóhannes kom til ykkar og vísaði ykkur á réttan veg og þið trúðuð honum ekki en tollheimtumenn og skækjur trúðu honum. Það sáuð þið en tókuð samt ekki sinnaskiptum og trúðuð honum.“

Matteusarguðspjall 21.28-32

Hundrað orða hugleiðing

Forstjóri stofnunarinnar sagði vinnustaðasálfræðingnum hlutverkið vera að skapa rými fyrir nærveru sannleikans á öllum sviðum lífsins. Þess vegna þyrfti stofnunin hugrekki fyrir heiðarlegt og gagnsætt samtal um hlutverk sitt og stöðu. En rekstrarvandinn væri margflókinn: starfsfólkið væri uppteknara af öðru en boðskapnum. Margir væru beinlínis í felum inni á skrifstofunum fyrir framan spegilinn; segðust vinna en gerðu annað. Um daginn drattaðist þó sá ólíklegasti af stað til að sinna starfi sínu. Hafði þó neitað en sá sig um hönd. Þó kom Jóhannes úr gæðavinnustaðaeftirlitinu á starfsdeginum en fáir tóku mark á honum enda var hann ekki í jakkafötum við skrautinnganginn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir