Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

 Matteusarguðspjall 5.43-48

Hundrað orða hugleiðing

Þeir fóru í golf saman. Voru léttir í tali. Sveiflan var mjúk og snörp. Hvinurinn yljaði þeim. Báðir hugsuðu það sama: Vildi höggið hefði hitt hann fyrir. Brostu. En hötuðu hvor annan og rót þess var löng eins og höggormurinn í Eden. Vinnustaðasálfræðingurinn réð ekki við ísmeygileg vinabros þeirra. „Þið verðið að sýna hvor öðrum virðingu, já í raun elska hvor annan,” sagði hann örvæntingarfullur. „Fyrirtækið er í húfi.” Þeir sögðu glottandi að síst skyldu þeir fallast í elskuleg faðmlög. Sólin skini, og það væri gott að hún gerði sér ekki mannamun fremur en rigningin. Þeir væru ekki enn fullkomnir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

 Matteusarguðspjall 5.43-48

Hundrað orða hugleiðing

Þeir fóru í golf saman. Voru léttir í tali. Sveiflan var mjúk og snörp. Hvinurinn yljaði þeim. Báðir hugsuðu það sama: Vildi höggið hefði hitt hann fyrir. Brostu. En hötuðu hvor annan og rót þess var löng eins og höggormurinn í Eden. Vinnustaðasálfræðingurinn réð ekki við ísmeygileg vinabros þeirra. „Þið verðið að sýna hvor öðrum virðingu, já í raun elska hvor annan,” sagði hann örvæntingarfullur. „Fyrirtækið er í húfi.” Þeir sögðu glottandi að síst skyldu þeir fallast í elskuleg faðmlög. Sólin skini, og það væri gott að hún gerði sér ekki mannamun fremur en rigningin. Þeir væru ekki enn fullkomnir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir