Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Innst inni þráði hann kröftugan ilm af frjórri mold svo hann gæti borið ávöxt sem hæfði meistaranum frá Nasaret. Á ýmsu gekk í sálarhíbýlum hans og ekki allt fagurt þegar undir var skyggnst. Hann hafði oft leikið tveimur skjöldum ef ekki fleirum og angistarhrollur stundum fryst hugsun hans. Þrátt fyrir allt vonaðist hann til að allir hefðu séð hans góða og göfuga huga sem því miður hefði stundum verið slægður fimlega af nautnafíkn. Skyndilega var hann rótlaus og þyrnar hégómans að kæfa hann auk byrðar fégræðginnar. Sagði lágróma og bljúgur að eitt hlass af andlega frjórri mold væri vel þegið.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Innst inni þráði hann kröftugan ilm af frjórri mold svo hann gæti borið ávöxt sem hæfði meistaranum frá Nasaret. Á ýmsu gekk í sálarhíbýlum hans og ekki allt fagurt þegar undir var skyggnst. Hann hafði oft leikið tveimur skjöldum ef ekki fleirum og angistarhrollur stundum fryst hugsun hans. Þrátt fyrir allt vonaðist hann til að allir hefðu séð hans góða og göfuga huga sem því miður hefði stundum verið slægður fimlega af nautnafíkn. Skyndilega var hann rótlaus og þyrnar hégómans að kæfa hann auk byrðar fégræðginnar. Sagði lágróma og bljúgur að eitt hlass af andlega frjórri mold væri vel þegið.