Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann sagðist hafa undirbúið sig samviskusamlega fyrir leshópinn til að ræða þennan átakanlega texta sem rakti stuttlega sýndarréttarhöld yfir meistaranum frá Nasaret. Vildi líka sýna hópnum eitt kröftugt listaverk. Þessi Pílatus var ekki beint áhugasamur um framgang réttvísinnar. Dólgurinn sá skaust óvænt inn í kristna trúarjátningu sem áminning um að gæta sín á skollaleik valdsins í veröldinni. Orð Pílatusar: „Sjáið manninn“ voru eitruð hæðnisorð og geymdu hins vegar aðra dýpri merkingu sem yfirsást grunnhyggnum valdsherrananum. Sú merking væri að meistarinn bæri mynd harmkvælamannsins og ásjónu mannkynsins væri þrykkt á hann. Spurning úr sal: „Ertu að segja að þetta séum við?“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann sagðist hafa undirbúið sig samviskusamlega fyrir leshópinn til að ræða þennan átakanlega texta sem rakti stuttlega sýndarréttarhöld yfir meistaranum frá Nasaret. Vildi líka sýna hópnum eitt kröftugt listaverk. Þessi Pílatus var ekki beint áhugasamur um framgang réttvísinnar. Dólgurinn sá skaust óvænt inn í kristna trúarjátningu sem áminning um að gæta sín á skollaleik valdsins í veröldinni. Orð Pílatusar: „Sjáið manninn“ voru eitruð hæðnisorð og geymdu hins vegar aðra dýpri merkingu sem yfirsást grunnhyggnum valdsherrananum. Sú merking væri að meistarinn bæri mynd harmkvælamannsins og ásjónu mannkynsins væri þrykkt á hann. Spurning úr sal: „Ertu að segja að þetta séum við?“