Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“
En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10.17-20

Hundrað orða hugleiðing

Þeir töluðu hver í kapp við annan og sögðu alls konar klikkaðar örsögur af því hvernig nafn meistarans hefði verið sem rafbyssa á öll illskufyrirbæri sem mættu þeim. Þau hefðu smjérbráðnað um leið og þeir ýttu á „Delete-Enter“. Þeir dæstu af þreytu og fögnuði. Meistarinn sagði þeim í óspurðum fréttum að höfuðpaur illskunnar hefði fuðrað upp í ljósum logum á himni eins og hlífðarlaus eldflaug í gegnum lofthjúp jarðar. Ekkert myndi valda þeim miska. Minnti á að þeir skyldu þó gleðjast mest yfir því að nöfn þeirra væru komin í himnaskrána og það ætti eftir að fjölga á þeirri skrá.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“
En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10.17-20

Hundrað orða hugleiðing

Þeir töluðu hver í kapp við annan og sögðu alls konar klikkaðar örsögur af því hvernig nafn meistarans hefði verið sem rafbyssa á öll illskufyrirbæri sem mættu þeim. Þau hefðu smjérbráðnað um leið og þeir ýttu á „Delete-Enter“. Þeir dæstu af þreytu og fögnuði. Meistarinn sagði þeim í óspurðum fréttum að höfuðpaur illskunnar hefði fuðrað upp í ljósum logum á himni eins og hlífðarlaus eldflaug í gegnum lofthjúp jarðar. Ekkert myndi valda þeim miska. Minnti á að þeir skyldu þó gleðjast mest yfir því að nöfn þeirra væru komin í himnaskrána og það ætti eftir að fjölga á þeirri skrá.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir