Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Nú mætir okkur þessi dularfulla fullyrðing að vera kominn frá Guði. Og þetta samband föður og sonar sem endurspeglar eflaust í huga margra feðraveldið í allri sinni, ja, dýrð eða hryggð? Frá Guði, sonur Guðs, og þar er heitt tilfinningasamband á mannlega vísu, elska. Þó gamalt sé er þetta mannamál. Það er hægt að setja mörg orð í stað orðsins Guð, einnig mörg orð í stað elsku – og sonar. Þar ræður hver hvaða orð er notað og hvað nær eyrum og hjarta best. Guð er ekki í bókum eða orðum. Hann er. Eins og andrúmsloftið. Við erum. Með kærleika hans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Nú mætir okkur þessi dularfulla fullyrðing að vera kominn frá Guði. Og þetta samband föður og sonar sem endurspeglar eflaust í huga margra feðraveldið í allri sinni, ja, dýrð eða hryggð? Frá Guði, sonur Guðs, og þar er heitt tilfinningasamband á mannlega vísu, elska. Þó gamalt sé er þetta mannamál. Það er hægt að setja mörg orð í stað orðsins Guð, einnig mörg orð í stað elsku – og sonar. Þar ræður hver hvaða orð er notað og hvað nær eyrum og hjarta best. Guð er ekki í bókum eða orðum. Hann er. Eins og andrúmsloftið. Við erum. Með kærleika hans.