Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Honum varð á hverjum degi litið upp til áhyggjulausra fuglanna sem flögruðu um í garðinum þegar hann gekk snemma morguns að bílnum sínum. Hann hafði lagt honum sem næst stigagangi blokkarinnar. Ræsti gamla jálkinn og spennti beltið. Stillti á morgunútvarpið og hélt af stað út í öldurót umferðarinnar. Þungbúinn haustmorgunn. Síðasti vinnudagurinn, honum hafði verið sagt upp. Hann var ósáttur og áhyggjufullur. Vertu ekki áhyggjufullur um líf þitt, sagði einhver fjarlæg rödd í útvarpinu og bætti við að allt traust skyldi sett á föður alls sem lifir og umfaðmar lífið. Þig sem horfist í augu við erfiðleika og þjáningu. Mig?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Honum varð á hverjum degi litið upp til áhyggjulausra fuglanna sem flögruðu um í garðinum þegar hann gekk snemma morguns að bílnum sínum. Hann hafði lagt honum sem næst stigagangi blokkarinnar. Ræsti gamla jálkinn og spennti beltið. Stillti á morgunútvarpið og hélt af stað út í öldurót umferðarinnar. Þungbúinn haustmorgunn. Síðasti vinnudagurinn, honum hafði verið sagt upp. Hann var ósáttur og áhyggjufullur. Vertu ekki áhyggjufullur um líf þitt, sagði einhver fjarlæg rödd í útvarpinu og bætti við að allt traust skyldi sett á föður alls sem lifir og umfaðmar lífið. Þig sem horfist í augu við erfiðleika og þjáningu. Mig?