Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég var þar líka og vildi hlusta á hann. Það var troðningur. Allir vildu auðvitað sjá hann.
Mörg orð falla. Hræsnisorð þeirra sem fara í broddi fylkingar, hverjir hreykja sér upp? Við? Hin?
Það sem við felum, súrnar. Allt kemur upp á yfirborðið, fyrr eða síðar. Hvers vegna líka að fela eitthvað? Það verður hrópað á þökum uppi og við heyrum. Við sem felum óttumst sannleikann. Hann þarf ekki að óttast. Minnumst þess andspænis óttanum að hvert og eitt okkar er dýrmætt. Jafnvel meira virði en margir fagrir fuglar himins og jarðar.
Vinir mínir, segir hann. Vinir. Ég og hann
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég var þar líka og vildi hlusta á hann. Það var troðningur. Allir vildu auðvitað sjá hann.
Mörg orð falla. Hræsnisorð þeirra sem fara í broddi fylkingar, hverjir hreykja sér upp? Við? Hin?
Það sem við felum, súrnar. Allt kemur upp á yfirborðið, fyrr eða síðar. Hvers vegna líka að fela eitthvað? Það verður hrópað á þökum uppi og við heyrum. Við sem felum óttumst sannleikann. Hann þarf ekki að óttast. Minnumst þess andspænis óttanum að hvert og eitt okkar er dýrmætt. Jafnvel meira virði en margir fagrir fuglar himins og jarðar.
Vinir mínir, segir hann. Vinir. Ég og hann