Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gekk hröðum skrefum að meistaranum og án þess að hika smurði hún höfuð hans olíu. Síðan kraup hún grátandi fyrir framan hann. Tárin flóðu yfir fætur hans og hún þurrkaði þá með mjúku hári sínu. Kyssti fæturna blíðlega og umfaðmaði. Það fór hrollur um okkur þegar við sáum hver hún var. Hvernig gat meistarinn látið þessa konu koma nálægt sér? Þegar smáborgaralegt pískrið hófst bak við eldhúsgardínurnar í hverri sál kallaði meistarinn á mig og spurði hvort ég þekkti hana. „Vændiskonuna?“ Ég roðnaði og bætti við feimnislega: „Ég bauð henni ekki.” Meistarinn sagði brosandi: „Trúarjátning hennar kom frá hjartanu.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gekk hröðum skrefum að meistaranum og án þess að hika smurði hún höfuð hans olíu. Síðan kraup hún grátandi fyrir framan hann. Tárin flóðu yfir fætur hans og hún þurrkaði þá með mjúku hári sínu. Kyssti fæturna blíðlega og umfaðmaði. Það fór hrollur um okkur þegar við sáum hver hún var. Hvernig gat meistarinn látið þessa konu koma nálægt sér? Þegar smáborgaralegt pískrið hófst bak við eldhúsgardínurnar í hverri sál kallaði meistarinn á mig og spurði hvort ég þekkti hana. „Vændiskonuna?“ Ég roðnaði og bætti við feimnislega: „Ég bauð henni ekki.” Meistarinn sagði brosandi: „Trúarjátning hennar kom frá hjartanu.“