Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Í bogadreginni skólastofunni var bókasafnið og gamli kennarinn opnaði bókaskápana á slaginu fjögur eftir hádegið. Drengurinn gekk alltaf að einum skáp og náði í jesúblöðin. Blaðsíðurnar ilmuðu og myndirnar breyttust í veisluborð. Hann fletti myndablaðinu aftur og aftur. Orðin skóþvengur, varpskófla, gerhreinsa, láfi, hismi og óslökkvanda voru eins og bragðvondu bitarnir í mackinstoshdollunni í jólaboðinu. Augu hans drógust að dúfunni. Sjálfur átti hann dúfur í kofa. Stundum sofnaði hann í dúfnakofanum og dreymdi um himininn. Hann skildi orðið dúfa og rödd. Dúfan var kyrr í loftinu og hún virtist vera rafmögnuð. Ægisterkir fagnand ljósgeislar umvöfðu Jesú syngjandi: Þetta er Guð.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Í bogadreginni skólastofunni var bókasafnið og gamli kennarinn opnaði bókaskápana á slaginu fjögur eftir hádegið. Drengurinn gekk alltaf að einum skáp og náði í jesúblöðin. Blaðsíðurnar ilmuðu og myndirnar breyttust í veisluborð. Hann fletti myndablaðinu aftur og aftur. Orðin skóþvengur, varpskófla, gerhreinsa, láfi, hismi og óslökkvanda voru eins og bragðvondu bitarnir í mackinstoshdollunni í jólaboðinu. Augu hans drógust að dúfunni. Sjálfur átti hann dúfur í kofa. Stundum sofnaði hann í dúfnakofanum og dreymdi um himininn. Hann skildi orðið dúfa og rödd. Dúfan var kyrr í loftinu og hún virtist vera rafmögnuð. Ægisterkir fagnand ljósgeislar umvöfðu Jesú syngjandi: Þetta er Guð.