Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Drengurinn fór hvern dag eftir kennslu í bogadregnu skólastofuna þar sem bókasafn Melaskóla var í nokkrum glerskápum. Sigvaldi gamli hjálpaði til við að finna bækur milli þess sem hann settist við kennaraborðið og tók í nefið. Í stofunni var hlýtt; lyktin af neftóbakinu fyllt vinsemd og öryggi. Það voru líka nokkur Jesúmyndablöð í skápunum. Í einu þeirra var mynd af Jesú þar sem hann stóð úti í vatninu. Drengurinn las að himnarnir hefðu opnast. Andi Guðs steig niður eins og dúfa, björt og svipmild. Sjálfur átti drengurinn dúfu í litlum kofa: Nú var Jesús kominn í heimsókn í dúfnakofann hans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Drengurinn fór hvern dag eftir kennslu í bogadregnu skólastofuna þar sem bókasafn Melaskóla var í nokkrum glerskápum. Sigvaldi gamli hjálpaði til við að finna bækur milli þess sem hann settist við kennaraborðið og tók í nefið. Í stofunni var hlýtt; lyktin af neftóbakinu fyllt vinsemd og öryggi. Það voru líka nokkur Jesúmyndablöð í skápunum. Í einu þeirra var mynd af Jesú þar sem hann stóð úti í vatninu. Drengurinn las að himnarnir hefðu opnast. Andi Guðs steig niður eins og dúfa, björt og svipmild. Sjálfur átti drengurinn dúfu í litlum kofa: Nú var Jesús kominn í heimsókn í dúfnakofann hans.