Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Jóhannesarguðspjall 10.11-16

Hundrað orða hugleiðing

Biblíumyndin sem drengurinn fann var hálfrifin og skítug. Hann starði á hana. Hún sýndi mann sem hélt á litlu lambi. Umhverfis höfuð hans var logandi bjartur hringur. Góði hirðirinn stóð undir myndinni. Hann skildi það ekki en las úr augum lambsins óttaleysi sem hann þráði sjálfur. Um kvöldið dró hann upp samanvöðlaða myndina og horfði á hana í egghvössu rökkrinu. Horfði á lambið sem var svo öruggt í höndum þessa manns sem hann hafði heyrt um í biblíusögutímanum. Honum fannst myndin vera sérstök sending til sín um að hann þyrfti ekki að óttast föður sinn. Drengurinn í lambinu var óhultur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Jóhannesarguðspjall 10.11-16

Hundrað orða hugleiðing

Biblíumyndin sem drengurinn fann var hálfrifin og skítug. Hann starði á hana. Hún sýndi mann sem hélt á litlu lambi. Umhverfis höfuð hans var logandi bjartur hringur. Góði hirðirinn stóð undir myndinni. Hann skildi það ekki en las úr augum lambsins óttaleysi sem hann þráði sjálfur. Um kvöldið dró hann upp samanvöðlaða myndina og horfði á hana í egghvössu rökkrinu. Horfði á lambið sem var svo öruggt í höndum þessa manns sem hann hafði heyrt um í biblíusögutímanum. Honum fannst myndin vera sérstök sending til sín um að hann þyrfti ekki að óttast föður sinn. Drengurinn í lambinu var óhultur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir