Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Þetta er náttúrlega kjarni trúarinnar,“ heyrðist sagt í útskriftarveislunni í gegnum orðaskóginn og hláturöldur.
Aðvífandi silkimjúk rödd bættist við: „Stóru málin á dagskrá?“
„Já, við vorum að tala um upprisuna.“
„Hvað þýðir það eiginlega,“ braust mjóróma rödd fram í hópnum. „Að rísa upp?“
„Við rísum upp til lífsins þegar við deyjum,“ sagði einhver með skáldasvip. „Þversögn lífsins.“
„Og dásemd lífsins.“
„Meistarinn frá Nasaret sýnir að lífið er sterkari en dauðinn,“ ómaði stillt rödd.
„Býður okkur að eiga hlut í þeim lífsskilningi hérna megin grafar og handan,“ heyrðist sagt lágróma,
„Upprisan er komin til okkar.“
„Núna.“
„Í trúnni.“
„Þetta er fagnaðarerindið.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Þetta er náttúrlega kjarni trúarinnar,“ heyrðist sagt í útskriftarveislunni í gegnum orðaskóginn og hláturöldur.
Aðvífandi silkimjúk rödd bættist við: „Stóru málin á dagskrá?“
„Já, við vorum að tala um upprisuna.“
„Hvað þýðir það eiginlega,“ braust mjóróma rödd fram í hópnum. „Að rísa upp?“
„Við rísum upp til lífsins þegar við deyjum,“ sagði einhver með skáldasvip. „Þversögn lífsins.“
„Og dásemd lífsins.“
„Meistarinn frá Nasaret sýnir að lífið er sterkari en dauðinn,“ ómaði stillt rödd.
„Býður okkur að eiga hlut í þeim lífsskilningi hérna megin grafar og handan,“ heyrðist sagt lágróma,
„Upprisan er komin til okkar.“
„Núna.“
„Í trúnni.“
„Þetta er fagnaðarerindið.“