Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Ágætt hjá meistaranum frá Nasaret að segja umbúðalaust að þau væru trúlítil,“ hugsaði hún með sjálfri sér. Margar kenningarflugur höfðu nú flogið um kirkjuna við fjörðinn. „Nú opnum við allt upp á gátt,“ sagði ungi presturinn. „Bjóðum nútímann velkominn. Ekki skríða undir rykfallnar játningar eða gefa sig á vald dauðhreinsuðum helgisiðaformúlum sem enginn veit hvort væru rétt fram bornar til þess að opna glufu inn í dýrð almættisins. Nóg er plássið hjá okkur! Við erum heimsins stærsta regnhlíf sem allir finna skjól undir.“ Henni fannst samt kirkjuveggurinn besta skjólið og þurfti ekki neina regnhlíf. Auk þess geymdi veggurinn alla söguna.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Ágætt hjá meistaranum frá Nasaret að segja umbúðalaust að þau væru trúlítil,“ hugsaði hún með sjálfri sér. Margar kenningarflugur höfðu nú flogið um kirkjuna við fjörðinn. „Nú opnum við allt upp á gátt,“ sagði ungi presturinn. „Bjóðum nútímann velkominn. Ekki skríða undir rykfallnar játningar eða gefa sig á vald dauðhreinsuðum helgisiðaformúlum sem enginn veit hvort væru rétt fram bornar til þess að opna glufu inn í dýrð almættisins. Nóg er plássið hjá okkur! Við erum heimsins stærsta regnhlíf sem allir finna skjól undir.“ Henni fannst samt kirkjuveggurinn besta skjólið og þurfti ekki neina regnhlíf. Auk þess geymdi veggurinn alla söguna.