Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Ég botna ekkert í þessum texta,“ sagði hún með uppgjafasvip og leit yfir hópinn. Brúnin lyftist á sumum og feginssvipur færðist yfir aðra. Skilningsríkt andvarp bylgjaðist um. „Mér finnst eins og ég hafi staðið norpandi á trúarveginum þegar ég heyrði þessi orð fyrst og strætó brunaði fram hjá. Eða hvað? Ég veit að sum ykkar segja barnatrúna vera kjarnmesta veganestið. Ljós og kærleikur. Þess vegna segi ég bara við sjálfa mig og ykkur: Njótum ljóssins og lífsins. Við vitum ekki hve lengi það staldrar við. Auðvitað viljum við vera börn ljóssins og fylgja meistaranum frá Nasaret. Sjá dýrð hans núna.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Ég botna ekkert í þessum texta,“ sagði hún með uppgjafasvip og leit yfir hópinn. Brúnin lyftist á sumum og feginssvipur færðist yfir aðra. Skilningsríkt andvarp bylgjaðist um. „Mér finnst eins og ég hafi staðið norpandi á trúarveginum þegar ég heyrði þessi orð fyrst og strætó brunaði fram hjá. Eða hvað? Ég veit að sum ykkar segja barnatrúna vera kjarnmesta veganestið. Ljós og kærleikur. Þess vegna segi ég bara við sjálfa mig og ykkur: Njótum ljóssins og lífsins. Við vitum ekki hve lengi það staldrar við. Auðvitað viljum við vera börn ljóssins og fylgja meistaranum frá Nasaret. Sjá dýrð hans núna.“