Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“
Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við okkur: Innan skamms sjáið þér mig ekki og aftur innan skamms munuð þér sjá mig, og: Ég fer til föðurins?“ Lærisveinarnir spurðu: „Hvað merkir þetta: Innan skamms? Við vitum ekki hvað hann er að fara.“
Jesús vissi að þeir vildu spyrja hann og sagði við þá: „Eruð þér að spyrjast á um það að ég sagði: Innan skamms sjáið þér mig ekki og aftur innan sk amms munuð þér sjá mig? Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð gráta og kveina en heimurinn mun fagna. Þér munuð hryggjast en hryggð yðar mun snúast í fögnuð. Þegar konan fæðir er hún í nauð því stund hennar er komin. Þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Eins eruð þér nú hryggir en ég mun sjá yður aftur og hjarta yðar mun fagna og enginn tekur fögnuð yðar frá yður. Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður.“

Jóhannesarguðspjall 16. 16-23

Hundrað orða hugleiðing

Þessi örgranni þráður milli lífs og dauða. Milli þjáningar og gleði. Fæðingar og að fæðast. Þegar fögnuður streymir um líkama okkar; þegar harmurinn og gráturinn skekja hann. Og milli þess að sjá og sjá ekki. Þessi þráður sem við sjáum ekki en skynjum. Sjálf andráin á þönum. Milli þessa að vera og ekki vera. Landamæri líðandi stundar og nýrrar. Það er sköpun. Þegar við sjáum það þarf ekki að spyrja neins. Enginn tekur fögnuðinn frá okkur. Hann er hér í eilífð líðandi stundar – milli þessa heims og annars – milli þessarar víddar og þeirrar sem við sjáum ekki en hún er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Innan skamms sjáið þér mig ekki lengur og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“
Þá sögðu nokkrir lærisveina hans sín á milli: „Hvað er hann að segja við okkur: Innan skamms sjáið þér mig ekki og aftur innan skamms munuð þér sjá mig, og: Ég fer til föðurins?“ Lærisveinarnir spurðu: „Hvað merkir þetta: Innan skamms? Við vitum ekki hvað hann er að fara.“
Jesús vissi að þeir vildu spyrja hann og sagði við þá: „Eruð þér að spyrjast á um það að ég sagði: Innan skamms sjáið þér mig ekki og aftur innan sk amms munuð þér sjá mig? Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð gráta og kveina en heimurinn mun fagna. Þér munuð hryggjast en hryggð yðar mun snúast í fögnuð. Þegar konan fæðir er hún í nauð því stund hennar er komin. Þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Eins eruð þér nú hryggir en ég mun sjá yður aftur og hjarta yðar mun fagna og enginn tekur fögnuð yðar frá yður. Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður.“

Jóhannesarguðspjall 16. 16-23

Hundrað orða hugleiðing

Þessi örgranni þráður milli lífs og dauða. Milli þjáningar og gleði. Fæðingar og að fæðast. Þegar fögnuður streymir um líkama okkar; þegar harmurinn og gráturinn skekja hann. Og milli þess að sjá og sjá ekki. Þessi þráður sem við sjáum ekki en skynjum. Sjálf andráin á þönum. Milli þessa að vera og ekki vera. Landamæri líðandi stundar og nýrrar. Það er sköpun. Þegar við sjáum það þarf ekki að spyrja neins. Enginn tekur fögnuðinn frá okkur. Hann er hér í eilífð líðandi stundar – milli þessa heims og annars – milli þessarar víddar og þeirrar sem við sjáum ekki en hún er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir