Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þessi undarlegi maður, hann Jóhannes, sem var að skíra fólk og taldi sig vera rödd hrópanda í eyðimörk, var grunsamlegur í augum valdsins. Ráðamennirnir vildu vita hver hann væri og gerðu menn út til að spyrja hann. Ekki sagðist hann vera Kristur né heldur forn spámaður. Hvers vegna var hann þá að brölta við að skíra fólk fyrst hann átti hvergi bakland? Hann var andlegur vegagerðarmaður, ræsti fram fúamýrar hugans, lagði nýjan veg og beinan fyrir meistarann sem stóð mitt á meðal þeirra en þeir sáu hann ekki. Skyldi hann standa enn þolinmóður mitt á meðal okkar? Kannski núna? Gáðu.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þessi undarlegi maður, hann Jóhannes, sem var að skíra fólk og taldi sig vera rödd hrópanda í eyðimörk, var grunsamlegur í augum valdsins. Ráðamennirnir vildu vita hver hann væri og gerðu menn út til að spyrja hann. Ekki sagðist hann vera Kristur né heldur forn spámaður. Hvers vegna var hann þá að brölta við að skíra fólk fyrst hann átti hvergi bakland? Hann var andlegur vegagerðarmaður, ræsti fram fúamýrar hugans, lagði nýjan veg og beinan fyrir meistarann sem stóð mitt á meðal þeirra en þeir sáu hann ekki. Skyldi hann standa enn þolinmóður mitt á meðal okkar? Kannski núna? Gáðu.