Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þessi er vitnisburður Jóhannesar þegar ráðamenn í Jerúsalem sendu til hans presta og Levíta til að spyrja hann: „Hver ert þú?“
Hann svaraði ótvírætt og játaði: „Ekki er ég Kristur.“
Þeir spurðu hann: „Hvað þá? Ertu Elía?“
Hann svarar: „Ekki er ég hann.“
„Ertu spámaðurinn?“
Hann kvað nei við.
Þá sögðu þeir við hann: „Hver ert þú? Við verðum að svara þeim er sendu okkur. Hvað segir þú um sjálfan þig?“
Hann sagði: „Ég er sá sem Jesaja spámaður talar um. Ég er rödd hrópanda í eyðimörk er segir: Gerið beinan veg Drottins.“
Sendir voru menn af flokki farísea. Þeir spurðu hann: „Hvers vegna skírir þú, fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn?“
Jóhannes svaraði: „Ég skíri með vatni. Mitt á meðal ykkar stendur sá sem þið þekkið ekki, hann sem kemur eftir mig og skóþveng hans er ég ekki verður að leysa.“
Þetta bar við í Betaníu, handan Jórdanar, þar sem Jóhannes var að skíra.

Jóhannesarguðspjall 1.19-28

Hundrað orða hugleiðing

Þessi undarlegi maður, hann Jóhannes, sem var að skíra fólk og taldi sig vera rödd hrópanda í eyðimörk, var grunsamlegur í augum valdsins. Ráðamennirnir vildu vita hver hann væri og gerðu menn út til að spyrja hann. Ekki sagðist hann vera Kristur né heldur forn spámaður. Hvers vegna var hann þá að brölta við að skíra fólk fyrst hann átti hvergi bakland? Hann var andlegur vegagerðarmaður, ræsti fram fúamýrar hugans, lagði nýjan veg og beinan fyrir meistarann sem stóð mitt á meðal þeirra en þeir sáu hann ekki. Skyldi hann standa enn þolinmóður mitt á meðal okkar? Kannski núna? Gáðu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þessi er vitnisburður Jóhannesar þegar ráðamenn í Jerúsalem sendu til hans presta og Levíta til að spyrja hann: „Hver ert þú?“
Hann svaraði ótvírætt og játaði: „Ekki er ég Kristur.“
Þeir spurðu hann: „Hvað þá? Ertu Elía?“
Hann svarar: „Ekki er ég hann.“
„Ertu spámaðurinn?“
Hann kvað nei við.
Þá sögðu þeir við hann: „Hver ert þú? Við verðum að svara þeim er sendu okkur. Hvað segir þú um sjálfan þig?“
Hann sagði: „Ég er sá sem Jesaja spámaður talar um. Ég er rödd hrópanda í eyðimörk er segir: Gerið beinan veg Drottins.“
Sendir voru menn af flokki farísea. Þeir spurðu hann: „Hvers vegna skírir þú, fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn?“
Jóhannes svaraði: „Ég skíri með vatni. Mitt á meðal ykkar stendur sá sem þið þekkið ekki, hann sem kemur eftir mig og skóþveng hans er ég ekki verður að leysa.“
Þetta bar við í Betaníu, handan Jórdanar, þar sem Jóhannes var að skíra.

Jóhannesarguðspjall 1.19-28

Hundrað orða hugleiðing

Þessi undarlegi maður, hann Jóhannes, sem var að skíra fólk og taldi sig vera rödd hrópanda í eyðimörk, var grunsamlegur í augum valdsins. Ráðamennirnir vildu vita hver hann væri og gerðu menn út til að spyrja hann. Ekki sagðist hann vera Kristur né heldur forn spámaður. Hvers vegna var hann þá að brölta við að skíra fólk fyrst hann átti hvergi bakland? Hann var andlegur vegagerðarmaður, ræsti fram fúamýrar hugans, lagði nýjan veg og beinan fyrir meistarann sem stóð mitt á meðal þeirra en þeir sáu hann ekki. Skyldi hann standa enn þolinmóður mitt á meðal okkar? Kannski núna? Gáðu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir