Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Röddin himinsins hafði alltaf heillað og hann var þakklátur þeim sem færði orðin til bókar enda var honum sagt að þau væru kjarni málsins. Nú sá hann himneskar hljóðbylgjur setjast snyrtilega í listaverk þessa ítalska meistara sem hann þekkti ekki neitt. Botnaði ekki í hvers vegna hann hafði alföður hálfleiðan á svip í skýjagulli – kannski hann efins um aðferðina til að frelsa mannkynið en andinn helgi var þó í aðflugi. Alvörufullar konur á helgispjalli um erfiða sendiför hins skírða þó búinn væri hertygjum ljóssins. Skírarinn bregður yfir sig bleikri skikkjunni og hellir lífsins vatni yfir kviknakinn frelsarann og námfúst mannkynið.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Röddin himinsins hafði alltaf heillað og hann var þakklátur þeim sem færði orðin til bókar enda var honum sagt að þau væru kjarni málsins. Nú sá hann himneskar hljóðbylgjur setjast snyrtilega í listaverk þessa ítalska meistara sem hann þekkti ekki neitt. Botnaði ekki í hvers vegna hann hafði alföður hálfleiðan á svip í skýjagulli – kannski hann efins um aðferðina til að frelsa mannkynið en andinn helgi var þó í aðflugi. Alvörufullar konur á helgispjalli um erfiða sendiför hins skírða þó búinn væri hertygjum ljóssins. Skírarinn bregður yfir sig bleikri skikkjunni og hellir lífsins vatni yfir kviknakinn frelsarann og námfúst mannkynið.