Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá er seldu naut, sauði og dúfur og víxlarana sem sátu þar. Þá gerði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gerið ekki hús föður míns að sölubúð.“ Lærisveinum hans kom í hug að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.“
Ráðamenn Gyðinga sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur um það að þú megir gera þetta?“
Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri og ég skal reisa það á þrem dögum.“
Þá sögðu þeir: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!“
En Jesús var að tala um musteri líkama síns. Þegar hann var risinn upp frá dauðum minntust lærisveinar hans að hann hafði sagt þetta, og þeir trúðu ritningunni og orðinu sem Jesús hafði talað.

Jóhannesarguðspjall 2. 13-22

Hundrað orða hugleiðing

Hún gekk óróleg um gólfið og andvarpaði mæðulega. Fannst hinn ljúfi Jesú sem hún hafði boðað sem skilningsríkan vin allra vera full æstur. Kaðalsvipa! Það fór hrollur um hana. Borð fuku um koll og dauðskelkuð dýrin skutust í allar áttir. Þetta var nú alveg úr stíl hjá honum en gremja hans út af sölupranginu var svo sem skiljanleg. Ætli hún hefði ekki gert þetta sama ef búið væri að breyta forkirkjunni í hallærislega skóbúð? Eða skyndibitastað? En hún vildi tóna þetta aðeins niður og undirstrikaði orðin: „Í ljósi fordæmalausra aðstæðna tók hann sér svipu í hönd.“ Þetta myndi engan styggja.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá er seldu naut, sauði og dúfur og víxlarana sem sátu þar. Þá gerði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gerið ekki hús föður míns að sölubúð.“ Lærisveinum hans kom í hug að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp.“
Ráðamenn Gyðinga sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur um það að þú megir gera þetta?“
Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri og ég skal reisa það á þrem dögum.“
Þá sögðu þeir: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!“
En Jesús var að tala um musteri líkama síns. Þegar hann var risinn upp frá dauðum minntust lærisveinar hans að hann hafði sagt þetta, og þeir trúðu ritningunni og orðinu sem Jesús hafði talað.

Jóhannesarguðspjall 2. 13-22

Hundrað orða hugleiðing

Hún gekk óróleg um gólfið og andvarpaði mæðulega. Fannst hinn ljúfi Jesú sem hún hafði boðað sem skilningsríkan vin allra vera full æstur. Kaðalsvipa! Það fór hrollur um hana. Borð fuku um koll og dauðskelkuð dýrin skutust í allar áttir. Þetta var nú alveg úr stíl hjá honum en gremja hans út af sölupranginu var svo sem skiljanleg. Ætli hún hefði ekki gert þetta sama ef búið væri að breyta forkirkjunni í hallærislega skóbúð? Eða skyndibitastað? En hún vildi tóna þetta aðeins niður og undirstrikaði orðin: „Í ljósi fordæmalausra aðstæðna tók hann sér svipu í hönd.“ Þetta myndi engan styggja.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir