Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gekk óróleg um gólfið og andvarpaði mæðulega. Fannst hinn ljúfi Jesú sem hún hafði boðað sem skilningsríkan vin allra vera full æstur. Kaðalsvipa! Það fór hrollur um hana. Borð fuku um koll og dauðskelkuð dýrin skutust í allar áttir. Þetta var nú alveg úr stíl hjá honum en gremja hans út af sölupranginu var svo sem skiljanleg. Ætli hún hefði ekki gert þetta sama ef búið væri að breyta forkirkjunni í hallærislega skóbúð? Eða skyndibitastað? En hún vildi tóna þetta aðeins niður og undirstrikaði orðin: „Í ljósi fordæmalausra aðstæðna tók hann sér svipu í hönd.“ Þetta myndi engan styggja.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gekk óróleg um gólfið og andvarpaði mæðulega. Fannst hinn ljúfi Jesú sem hún hafði boðað sem skilningsríkan vin allra vera full æstur. Kaðalsvipa! Það fór hrollur um hana. Borð fuku um koll og dauðskelkuð dýrin skutust í allar áttir. Þetta var nú alveg úr stíl hjá honum en gremja hans út af sölupranginu var svo sem skiljanleg. Ætli hún hefði ekki gert þetta sama ef búið væri að breyta forkirkjunni í hallærislega skóbúð? Eða skyndibitastað? En hún vildi tóna þetta aðeins niður og undirstrikaði orðin: „Í ljósi fordæmalausra aðstæðna tók hann sér svipu í hönd.“ Þetta myndi engan styggja.