Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4. 19-26

Hundrað orða hugleiðing

Ungi maðurinn sagðist sannfærður um að ef eitthvert afl stæði á bak við heiminn þá væri það einhvers konar andi. Já, það væri nútímalegt og opið. Kristin trú væri auðvitað byggð á frásögum og það væri snilld. Sögur væru manninum nauðsynlegar því hann væri sjálfur gangandi saga. Kjarni málsins væri sá að andi almættisins birtist í meistaranum frá Nasaret. Hann væri sannarlega guðleg streymisveita andans. „Guð er andi og sýnir hversu kristin trú er öllum aðgengileg,“ sagði hann. „Hefði maðurinn ekki anda? Lífsanda? Sá andi væri náskyldur anda meistarans en auðvitað ekki sá sami. Guð ætti að tilbiðja. Ekki manninn.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4. 19-26

Hundrað orða hugleiðing

Ungi maðurinn sagðist sannfærður um að ef eitthvert afl stæði á bak við heiminn þá væri það einhvers konar andi. Já, það væri nútímalegt og opið. Kristin trú væri auðvitað byggð á frásögum og það væri snilld. Sögur væru manninum nauðsynlegar því hann væri sjálfur gangandi saga. Kjarni málsins væri sá að andi almættisins birtist í meistaranum frá Nasaret. Hann væri sannarlega guðleg streymisveita andans. „Guð er andi og sýnir hversu kristin trú er öllum aðgengileg,“ sagði hann. „Hefði maðurinn ekki anda? Lífsanda? Sá andi væri náskyldur anda meistarans en auðvitað ekki sá sami. Guð ætti að tilbiðja. Ekki manninn.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir